Nú eru komnar baksviðs myndir frá öllum helstu tískusýningunum fyrir Spring Summer 2011 sem fóru fram á NY tískuvikunni. Hér er smá yfirlit yfir það sem mér fannst bera af:)
Það sem einkennir þó farðanirnar eins og síðasta sumar er nude lúkkið og varalitir í rauðum tónum.
Hér er ný stefna í förðun að blanda silfurlituðum saman við ljósan peach lit. Þetta er skemmtilega gert án þess að vera of mikið, við gætum t.d. alveg verið með þessa förðun dags daglega – eða alla vega á sumrin. Setjið fyrst Nude litinn yfir allt augnlokið og strjúkið svo silfurlitaða litnum létt yfir globuslínuna – línan sem myndast við augnbeinið – og alveg inn í innri augnkrók eins og sésta á myndinni. Svo er það bara fallegur glær gloss.
Þetta er eitt af mínum uppáhaldslúkkum ég er alltaf hrifin af því þegar ljós sanseraður litur er settur í augnkrókana en það gerir það að verkum að augun stækka og verða bjartari. Hér getið þið svo notað kinnalitinn ykkar og strokið honum létt yfir augnlokið og dúmpað létt í kinnarnar. Hér er haldið í glans húðarinnar en fyrir þær sem vilja það ekki þá er lítið mál að púðra bara yfir húðina eftir að þið berið farðann á það gerir líka það að verkum að farðinn endist lengur. Svo er það bleikrauður varalitur til að toppa lúkkið.
Ég hef alltaf verið rosa hrifin af þessu lúkki, þegar svartur eyeliner er settur í augnhvarmana og hann látinn leka svona flott. Þetta er svona messy en samt stílhreint lúkk.
Hér er þetta ekta flotta nude lúkk sem á alltaf við. Ef þið vijið fá aðeins dekkra yfirbragð yfir augun þá er sniðugt að dusta bara sólarpúðri yfir augnlokin. Ég kann líka sérstaklega að meta það að augabrúnirnar haldast þykkar;)
Nóg í bili en fullt meira á leiðinni seinna;)
Svo er það London Fashion Week – nóg að gera núna!
EH
Skrifa Innlegg