fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

makeupMaskararNýtt í snyrtibuddunni minniSmashbox

Ég prófaði nýlega Bionic maskarann frá Smashbox. Um maskarann segir að hann sé fyrsti maskarinn sem gefur lengri, sterkari og fyllri augnhár. Burstinn þekur hver og eitt augnhár af nákvæmni með formúlunni sem endist vel og lengi í bara einni stroku. Hann gefur þessi eftirsóttu “look at me lashes”.

Á myndunum notaði ég ekki augnhárabrettara og er búin að setja eina umferð af maskaranum – ef þið bætið við fleiri umferðum myndu augnhárin fá meiri fyllingu og það myndir bætast ofan á lengdina.

Það fyrsta sem ég tók eftir var að þegar ég notaði hann í fyrsta sinn þá kom ekki of mikil formúla á burstann – en oft þegar maður notar maskara í fyrsta sinn eru þeir blautir og maður þarf að byrja á því að taka smá lit af honum. Burstinn er vel gerður svo ásetningin er mjög einföld og auðvelt að móta augnhárin eftir því hvernig maður vill hafa þau. Eins og þið takið vonandi eftir á myndunum þá verða augnhárin sérstaklega þétt alveg við rótina – það er eiginleiki sem ég kann vel að meta.

Hér sjáið þið betur burstann sem fylgir maskaranum. Hann er grannur og langur svo hann nær yfir röð augnháranna í tveimur hlutum. Hárin á honum liggja þétt saman svo hann nær að þekja augnhárin vel.

Munið svo bara að fara vel með maskarann ykkar svo hann endist lengur, loka honum vel, geyma hann á góðum stað ekki of heitum og ekki of köldum, pumpið aldrei maskarann ykkar því þá myndast loftbólur inní maskaranum sem þurrka hann innanfrá – þetta er algengasta ástæðan fyrir því að maskarinn fari að hrynja af augnhárunum. Munið svo að deila aldrei maskaranum með neinum eða setja neitt í hann – ef hann er þur þá er kominn tími til að kaupa nýjan:)

Þetta er einn af þremur möskurunum sem eru fáanlegir frá Smashbox á Íslandi og sá fyrsti sem ég prófa, ég er ánægð með útkomuna. Maskari sem hentar vel dags daglega og á kvöldin – en þá myndi ég bæta við 1-2 umferðum.

Góðan laugardag!!

EH

Sýnikennsla - Jólalitir

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. alda.

    16. December 2012

    Hvar finn ég smashbox vörnar ?:)

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. December 2012

      Smashbox vörurnar fást í Hagkaup Smáralind, Kringlunni og Garðabæ og í Jöru á AK og einum stað í Vestmannaeyjum sem ég man ekki hvað heitir:(

  2. Maríanna

    16. December 2012

    Hvar fæst þessi :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      16. December 2012

      Smashbox vörurnar fást í Hagkaup Smáralind, Kringlunni og Garðabæ og í Jöru á AK og einum stað í Vestmannaeyjum sem ég man ekki hvað heitir:/