fbpx

Electric Holiday

Fashion

Hér getið þið séð myndband sem verslunin Barneys gerði í samstarfi við Disney fyrir jólin. Það er ekki oft sem maður sér Mínu Mús í Lanvin, Andrésínu í Dolce & Gabbana og Guffa í Balmain. 

Það eina sem mætti þó kannski segja svona eftir að hafa horft á myndbandið – afhverju þurfti að breyta uppáhalds teiknimyndakarakterunum okkar svo þau pössuðu í módelformið – gefur kannski ekki rétt skilaboð til þeirra sem halda hvað mest uppá þessar persónur….

EH

Trend - Litríkar Kápur

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Þórhildur Þorkels

    26. November 2012

    Mér finnst þetta ekki í lagi. Það sem gerist á 2.30 er alveg steikt og óþarfi. Afhverju gengu þau ekki bara tískupallinn eins og þau eru, og hafa alltaf verið, og fötin löguð að því? Er formið í alvörunni svo staðlað að það þurfi að gera teiknimyndapersónur grennri svo allt “passi”? Þetta sendir mjög slæm skilaboð til ungra stelpna- og stráka sem halda upp á þessa karaktera.

  2. Kristín

    26. November 2012

    Nei vá…Mér finnst þetta engan veginn í lagi! Hvar er fókuspunkturinn hérna, er þetta virkilega aldurshópurinn fyrir þetta? Mér finnst þetta eiginlega bara siðlaust.

  3. Reykjavík Fashion Journal

    26. November 2012

    Sammála! Skemmtileg hugmynd en má kannski segja að fljótfærni og vanhugsun hafi skemmt hana….:/

  4. Litlir Bleikir Fílar

    26. November 2012

    Nei hvur fjallinn á þetta að þýða.

    Skemmtileg hugmynd.
    Hefði auðveldlega getað orðið mjög smart og kjút ef vel útfært.
    En þetta er ömurlegt.
    Þarf maður að fara ritskoða Mikka Mús og Mínu fyrir börnin sin? úff.

  5. Valdís

    27. November 2012

    flott myndband en set stóóórt spurningarmerki við þessa breytingu sem gerð var á karakterunum. Hvað er líka að frétta af fýlusvipnum sem allir karakterarnir státuðu, þetta lið sem alltaf er brosandi.

    Hefði alveg mátt hugsa þetta til enda að mínu mati