Í kvöld er ég að fara á Reykjavík Runway keppnina í Listasafni Reykjavíkur. Ég er mjög spennt að sjá hvað allir þessir frábæru hönnuðir hafa verið að bardúsa undanfarið.

Hönnuðirnir: Frá vinstri Edda Guðmundsdóttir, Rosa Winther Denison, Bryndís Þorsteinsdóttir, Harpa Einarsdóttir og Eygló Margrét Lárusdóttir. Á myndina vantar Sólveigu Guðmundsdóttur. Ljósmyndari: Gunnar Gunnarsson
Hönnuðirnir sem komust áfram úr undankeppninni voru valdir af dómnefnd skipaðri af Fatahönnunarfélagi Íslands. Ingibjörg Gréta Gísladóttir sem stendur fyrir keppninni sagði í viðtali í nýjasta helgarblaði DV að þau leggi mikla áherslu á að hafa þetta sem faglegast. Að þetta væri fagleg keppni á faglegum forsendum.
Sigurvegarinn fær svo hálfa milljón í verðlaun og þann heiður að hanna útlit á Coca Cola Light flösku – eins og Karl Lagerfeld og Manolo Blahnik hafa gert erlendis – og að auki fær sigruvegarinn árssamning við Reykjavík Runway. Sem felur meðal annars í sér sölu-, markaðs- og rekstrarþjónustu, og allt sem hönnuðirnir þurfa til að slá í gegn:)
Núna er samt minn helsti hausverkur að ákveða dress kvöldsins, en skórnir eru alla vega ákveðnir;)
Erna Hrund





Skrifa Innlegg