fbpx

Christian Dior tískuhúsið gerir jólaskreytingar

Tískuhúsið Christian Dior var fengið til að gera jólaskreytingar fyrir búðargluggana í einu af stærsta verslunarhúsi Parísarborgar, Printtemps Haussman. Þau hjá Dior völdu að fara þá leið að gera alls 74 handgerðar brúður sem voru að sjálfsögðu síðan klæddar uppí Dior gersemum. Meirað segja förðunin passar – á efstu dúkkunni er notast við FW 2009 lúkkið. Hér sjáið þið nokkrar af dúkkunum sem prýða gluggana.Gluggarnir voru afhjúpaðir í gærkvöldi við hátíðlega athöfn þar sem sendiherra Dior, Marion Cotillard kveikti á ljósunum í gluggunum. Hér koma síðan nokkrar myndir frá athöfninni.Þetta er alveg æðislegt finnst ykkur ekki! Við höfðum planað að fara til Paríasar nuna í desember og fylgjast með þegar jólaljósin yrði kveikt á Champs-Élysées en þessi flugfélög eru víst ekkert svo spennt fyrir því að fljúga með óléttar konur komnar rúma 8 mánuði á leið – bara svona ef fæðingin færi af stað í miðju fluginu. En á næsta ári þá ætla ég mér að fara þangað með mennina mína. Jólabarninu inní mér dreymir nefninlega um að fá að upplifa jólastemmingu í öðru landi en sínu eigin og hvar verra en í hátískuborginni sjálfri.

Ef ykkur líst vel á snjókúluna sem er á þriðju myndinni þá er hún fáanleg í versluninni því tískuhúsið gerði líka gjafavörulínu í tengslum við gluggaskreytingarnar – svo ef þið eigið leið um París þá getið þið náð ykkur í smá Dior jólaskraut – ég reyni bara við eBay:)

EH

Asos gefur makeup ráð

Skrifa Innlegg