fbpx

Nicolas Ghesquière fer frá Balenciaga

Ég á svo bágt með að trúa þessu þar sem það er einungis rúmur mánuður síðan að ég tók andköf yfir nýjasta collectioni hönnuðarins fyrir tískuhúsið – getið lesið allt um það HÉR. Margir hafa talað um að SS2013 línan hans sé ein af þeim flottustu frá honum og einnig ein af þeim flottustu fyrir næsta sumar.

Hönnuðurinn fagnaði sínu 15 ára starfsafmæli hjá tískuhúsinu á þessu ári og engum fannst benda til þess að framtíð hans hjá því væri óráðin. Hann mun þó alltaf í mínum huga eiga heiðurinn á því að hafa gert Balenciaga að einu flottasta merkinu á markaðnum í dag. Gersemarnar sem við sáum koma niður pallinn á tískuvikunni í París í lok september munu líklega seljast út eins og heitar lummur en vonandi eigum við bara von á því að fá kannski að nálgast eftirlíkingar á viðráðanlegra verði eða ennþá betra að hann Nicolas muni jafnvel koma til með að hanna línu fyrir H&M eða aðrar sambærilegar verslanir – það er gott að leyfa sér að dreyma smá.

Hér sjáið þið Kirsten Liljegren sem situr fyrir í lookbooki fyrir Balenciaga í einni af einkennisflíkum línunnar. HÉR getið þið svo lesið viðtal sem blaðamaður style.com tók við Nicolas í kjölfar fréttarinnar um brottför hans.

EH

Hálsmen

Skrifa Innlegg