fbpx

Svart & Hvítt

Dökkt minnkar og dregur inn en ljóst stækkar – þetta er meðal annars það sem ég lærði á fyrstu vikunni minni í förðunarskólanum og mig langaði að sýna ykkur hver munurinn er á sem einfaldastann hátt. Á myndinni hér fyrir neðan er ég með mjög látlausa augnförðun og eyeliner meðfram efra augnlokinu og smá meðfram neðri augnhárunum.
Munurinn er greinilegur þar sem svarta línan er virðist augað aðeins minna og útlínur þess eru meira áberandi á meðan augað með hvítu línunni virðist stærra og hvíti liturinn í auganum er ennþá hvítari.

Þessir litir, svartur og hvítur, eru blekkjandi fyrir augað og með því að blanda ljósu og dökku saman þá finnum við út jafnvægi sem hentar okkur og okkar augnumgjörð. Mér finnst persónulega fara mér best að augun mín virðist vera kringlótt þess vegna passa ég alltaf að gera góðan sveigaðn skugga með dökkum augnskugga meðfram globus línunni en ef ég vil hafa það skásettara þá myndi ég hafa línuna beina og láta hana ná aðeins út fyrir augnlokið mitt – munurinn á kringlóttu og skásettu er held ég líka gott efni í næstu kennslufærslu hjá mér.

Munið að hika ekki við að senda inn spurningar tengdar makeup-i hvort sem það er í athugasemdum eða í gegnum email:)

EH

Royal Extreme Gleði!

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Agnes

    5. November 2012

    Hvaða ljósa blýant hefurðu verið að nota innan í vatnslínuna? Heldurðu uppá einhvern sérstakan? :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. November 2012

      Það er mjög misjafnt hvaða týpu ég nota en fyrst og fremst verður hann að vera mjúkur bæði finnst mér koma meiri litur og það er þæginlegra fyrst maður þarf nú að pota þessu í augun á sér;) En í þarna notaði ég Kajal Express blýant frá Maybelline:)