Eftir vinnu rölti ég niðrí Þjóðmenningarhús í dásamlega haustveðrinu – vona að þið skynjið kaldhæðnitón ritarans. Þorgrímur Þráinsson, rithöfundur, tók á móti mér í dyrunum, bauð mig hjartanlega velkomna og afhenti mér plagg þar sem ég gat aðeins fræðst um sýninguna sem ég var að koma og sjá sem var að sjálfsögðu sumarlína næsta árs frá nýja merkinu Freebird. Línan er ástfóstur hönnuðanna og hjónanna Gunnars Hilmarssonar og Kolbrúnar Petreu Gunnarsdóttur. Línuna framleiða þau í samstarfi við fyrirtæki sem er staðsett í New York – það verður gefið upp á næsta ári hvert fyrirtækið er en sjálf er ég mjög spennt og forvitin því í kynningunni kom fram að þetta hafi verið tækifæri á samstarfi sem þau gátu ekki hafnað. Línunni í heild sinni má lýsa með orðunum rokk og rómantík en það er líka það sem þau hjónin gera best.
Markmið Gunnars og Kolbrúnar með Freebird er að hanna fallegar flíkur fyrir fallegan heim. Sýningin hófst með því að nokkrar dásamlegar ballerínur komu fram og afhentu áhorfendum miða með fallegum skilaboðum.
Módel: Elite
Hár: Guðrún Þórdís Kompaníinu
Förðun: Þórunn Högna ásamt nýútskrifuðum nemendum Fashion Academy
Stjórnun sýningar: Agnieszka Baranowska
Ef ykkur líst vel á það sem þið sjáið hér fyrir ofan þá mæli ég með því að þið kíkið HÉR – á heimasíðu merkisins getið þið fengið meiri upplýsingar um merkið og einnig skoðað lookbookið fyrir sumarlínuna. Einnig er sala hafin inná síðunni á nokkrum sérvöldum vörum en línan verður svo fáanleg í versluninni Tiia á Laugavegi 46 frá og með febrúar næstkomandi.
Ég þakka Gunnari og Kolbrúnu fyrir mig og vona að þetta gangi ótrúlega vel hjá þeim og hlakka til að fylgjast með framhaldinu hjá þeim!
EH
Skrifa Innlegg