Fyrsti vetrardagurinn byrjaði einstaklega vel hjá mér en það er kannski líka af því ég er afmælisstelpa í dag:) Var vakin með morgunmat og gjöfum frá öllum fjölskyldumeðlimum – meirað segja þeim ófædda. Þetta gullfallega úr kom úr pakkanum frá unnustanum en ég hafði bent honum á það í algjörum flýti fyrir löngu síðan og er alsæl með það – sé fyrir mér að fara loksins að nota úr núna dags daglega. Framundan er svo bakstur, út að borða og James Bond. Snilldardagur:)
EH
Skrifa Innlegg