fbpx

Karlie Kloss fyrir Mango

Fyrirsætan Karlie Kloss situr fyrir í haustherferðinni fyrir verslunarkeðjuna Mango. Þeir hjá Mango eru greinilega voða hrifnir af fyrirsætum sem bera nöfn sem byrja á stafnum K en á undan Karlie voru þær Kate Moss og Karmen Pedaru í herferðunum þeirra. Haust/vetrarlínan samanstendur af fallegum kjólum, pallíettu toppum, kósý yfirhöfnum og útvíðum buxum. Svo þarna er að finna flíkur sem henta dags daglega og í jólaboðunum sem fer nú sífellt að styttast í.

Karlie Kloss er amerísk fyrirsæta sem var uppgötvuð á góðgerðartískusýningu sem fór fram í heimabæ hennar St. Louis í Missouri og í kjölfarið undirritaði hún samning hjá módelskrifstofunni Elite Model Management. Meðal þeirra sem hún hefur setið fyrir hjá eru Jean Paul Gaultier, Donna Karan, Chloé og Alexander McQueen.Fötin finnst mér mjög falleg sérstaklega yfirhafnirnar sem virka ótrúlega hlýjar – kannski kemst maður í Mango land eitthvað á næstunni – en alla vega aldrei fyr en eftir fæðingu svo kannski verð ég heppin og næ þessum á útsölum næsta árs:)

EH

CC krem

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. loa

    26. October 2012

    rosalega flott fatalína:)