Mér finnst ótrúlega kósý að hrúga á mig hlýjum flíkum í kuldaveðrinu sem er úti núna – kósý peysa undir flottan jakka eða vesti/poncho yfir jakka og alltaf flottur trefill við. Hér eru nokkrar útfærslur sem ég er skotin í þessa stundina. Hér eru nokkur tips sem er hægt að hafa í huga áður en þið klæðið ykkur í nokkur hlý lög af fötum.
- Blandið saman ólíkum litum sem passa saman. Ætli við íslensku stelpurnar séum ekki líklegastar til að henda okkur í grátt og svart til skiptis en að fara kannski í gula peysu innan undir svarta jakkann í staðin fyrir gráan getur breytt heilmiklu og hjálpað til við að lífga uppá dressið í skammdeginu.
- Passið uppá hlutföllin. Ef þið eruð t.d. í stórri peysu, annarri hnepptri yfir farið svo í jakka og setjið á ykkur trefil þá kemur betur út að vera í þykkum sokkabuxum við eða þröngum einföldum buxum til að virðast ekki vera of dúðaðar. Það er alltaf hægt að smella sér þá í aðrar sokkabuxur undir hinar eða bara buxurnar – til að halda hlýjunni inni.
- Blandið sumarflíkunum við haustflíkurnar. Að vera í gallajakka undir ullarjakka eða pelsi getur komið mjög vel út.
- Fylgihlutir eru ómissandi! Húfur, vettlingar, treflar, skinnkragar og grifflur eru snillt í kuldanum. Fallegur loðkragi úr Geysi fyrir veturinn er á óskalistanum hjá mér:)
EH
Skrifa Innlegg