fbpx

Penguin Classics

Blog

Sá viðtal við Gwyneth Paltrow inná Elle.com þar sem hún segir frá uppáhaldshlutunum sínum, skemmtilegur listi og alla vega 2 hlutir komnir á minn óskalista. Eitt eigum við Gwyneth þó sameiginlegt en það er að við söfnum báðar Penguin Classics, en það eru bækur sem eru bundnar inní ótrúlega fallegar kápur svo bókaskápurinn (eða staflinn í mínu tilviki) verður mun fallegri fyrir vikið og freistandi að lesa bærkurnar aftur og aftur. Ég rakst fyrst á þær fyrir nokkrum mánuðum í Eymundson á Skólavörðustíg og hef lagt það í vana minn að kaupa um 1 stk í mánuði og ég held ég sé komin með 5 eða 6 bækur núna – þær eru líka fáanlegar á amazon og svolítið meira úrval þar – ég á meðal annars Wuthering Hights (uppáhaldsbókin), Pride and Predjudice, Emma, Sense & Sensebility og Little Women.

Penguin Classics bækurnar - engin er eins!

Hér getið þið séð umfjöllunina um uppáhaldshlutina hennar Gwyneth: ELLE.COM

Erna Hrund

Hann er kominn...

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. HILRAG

    9. August 2011

    ég elska fallegar bækur.

    þessar eru mega cute!

    xx