fbpx

Nýtt í Snyrtibuddunni

Ég elska hreinlega að prófa og uppgötva nýja maskara – sérstaklega þegar mér líkar við þá, sem ég geri nú oftast. Maskari er ein nauðsynlegasta snyrtivaran að eiga í snyrtibuddunni að mínum mati og ég get vel mælt með þessum hér ef ykkur vantar nýjan.Nýji Falsies maskarinn frá Maybelline er sérstakur að því leitinu til að hann er með gel formúlu sem gerir það að verkum að formúlan harðnar aldrei á augnhárunum, þau haldast mjúk en samt alveg vel þakin og mótuð allan daginn. Það sem mér finnst best við gel formúluna er að ég get auðveldlega bætt á maskarann – ef ég t.d. hef lítinn tíma til að breyta úr dag- í kvöldförðun – án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að hann þorni of mikið og hrynji. Mér finnst augnhárin verða mjög náttúrulega þykk, þau verða þétt saman en njóta sín samt ein og sér eins og fjaðrir – ég er með eina umferð á myndinni hér fyrir ofan. Ég vona að þið kunnið að meta að sjá maskarann á augnhárunum, mér finnst það alla vega mjög mikilvægt;)

Ég elska svona djúsí þykka bursta eins og eru á þessum maskara. Hann er með mörg hár sem liggja samt þétt saman sem gerir það að verkum að hvert og eitt augnhár er vel aðskilið og af því hárin eru löng þá nær greiðan að umlykja hvert hár algjörlega með formúlunni. Gúmmíkanturinn sem þið sjáið svo fyrir neðan greiðuna sjálfa gefur vel eftir þegar maskarinn er borinn á og þannig fá augnhárin að halda sínum sveipnum sem er á þeim þegar maskarinn er borinn á – hvort sem þið notið brettara eða ekki.Ég hef alltaf gaman af því að uppgötva nýja maskara endilega sendið mér nafnið á ykkar uppáhalds mig vantar bráðum nýjan til að prófa, því ég kaupi sjaldan sama maskarann aftur því það eru svo margir í boði og alltof lítill tími til að prófa þá! Einu maskararnir sem ég hef fengið mér aftur og aftur eru One by One og Great Lash frá Maybelline og Million Lashes frá L’Oreal – og ég er búin að nota maskara í 10 ár þið getið rétt ímyndað ykkur magnið hehe.

Ég sá að það var að koma nýr maskari frá Lancome – hefur einhver ykkar prófað hann?

EH

29 vikur og 5 dagar

Skrifa Innlegg

5 Skilaboð

  1. Auður

    15. October 2012

    Ég elska YSL faux cils maskarann, hef notað hann í 10 ár:) Prufaði síðan nýja YSL faux cils shocking og mér finnst hann ennþá betri, en þá sérstaklega fyrir kvöld þar sem að hann er miklu massívari heldur en hinn :)

  2. Hildur Guðrún

    15. October 2012

    Ertu búin að prófa maskarann frá Benefit – They’re real??
    Að mínu mati besti maskari sem ég hef notað..lengir ótrúlega og þykkir :)

  3. Hildur

    15. October 2012

    Ég elskaelska Almay – Get Up And Grow! Finnst einhvernveginn eins og þau virkilega vaxi! Hann er líka ódýr í þokkabót en ég hef bara séð Almay í USA :)

  4. Karen

    16. October 2012

    Minn uppáhalds er Clinique high definition lashes