fbpx

Maður veit aldrei hvað getur gerst…

Þið hafið kannski undrast um mig síðustu daga – allt í einu heyrðist ekkert frá ofvirka bloggaranum. Á miðvikudaginn var  ég lögð inná spítala með nýrnasteina. Ófrískar konur eru mun líklegri til að nýrnasteina en aðrir þar sem þvagfærakerfið okkar er viðkvæmt fyrir útaf ýmsum hormónabreytingum. Þetta er án efa eitt það versta sem hefur komið fyrir mig en ég var svo ótrúlega þakklát yndislegu starfsfólki á kvennadeild Landspítalans fyrir að hugsa svona vel um mig og bumbubúann. Ég er líka ótrúlega þakklát öllum sem vissu hvað var í gangi fyrir batakveðjurnar og hlýju straumana – alveg ómissandi. Fyrir ykkur sem vonandi söknuðuð mín þá er nóg skemmtilegt planað framundan á reykjavikfashionjournal – meðal annars ný sýnikennsla sem kemur inn á morgun:)

EH

Alexander McQueen - Dulúð Hvíldi Yfir Fyrirsætunum

Skrifa Innlegg

3 Skilaboð

  1. Erla María

    5. October 2012

    Nýrnasteinar eru ekkert djók, hef prófað þá líka. Læknirinn, kona, sagði mér að þetta væri víst verra en að fæða barn, þannig þú átt eftir að fara létt með þetta! Góðan bata elsku Erna & gangi þér vel :) Hlakka til að fá lítinn afmælistvíbba í heiminn.

    • Reykjavík Fashion Journal

      5. October 2012

      Takk elsku – hef það mjög gott núna, en þetta var alveg ótrúlega vont svo ég er vonandi mjög vel undirbúin undir fæðinguna núna;)

  2. Kristín P

    6. October 2012

    ji greyið mitt, ég hafði ekki hugmynd um þetta. Leiðinlegt að heyra elsku Erna, ég vona að þú og litla fjölskyldan hafi það betra núna. Risaknús :**