fbpx

Chanel – Smá Vonbrigði

Í allan morgun hefur ringt inn myndum frá Chanel sýningunni þar sem vindmyllur sem voru staðsettar á miðjum pallinum tóku á móti gestum. Ég ber samt frekar blendnar tilfinningar til þessarar línu ég fílaði ekki byrjunina, miðjan fannst mér flott en lokin rugluðu mig alveg í rýminu. Ég reyni að hafa svona sitt lítið af hverju með hérna svo þið áttið ykkur á því sem ég meina;)Þetta dress var eitt af þeim sem stóð uppúr að mínu mati. Hér sjáið þið svo restina:

Ég legg það nú ekki í minn vana að segja illt orð um hann Kalla minn en ég skil bara engan veginn þessa línu kannski voru fyrirsæturnar sumar hverjar alltof mikið í stíl við vindmyllurnar, förðunin var útúr kú við sum dressin en passaði við önnur – ég er bara alveg ringluð ef ég á að segja eins og er…. en dæmi hver fyrir sig:)

EH

Chloé - Pífur og Blóm

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn

    2. October 2012

    Haha – æji ekki gott.
    Ég bjóst ekki við miklu en finnst margt gott. Ég er samt sammála að margt var hrikalegt … og ég fletti hratt í gegnum þær myndir. :)

  2. Reykjavík Fashion Journal

    2. October 2012

    Við erum svo samtaka mín kæra!! – en já það er kannski bara um að gera að fletta hratt yfir það slæma og gleyma því bara sem fyrst;)