fbpx

Dries Van Noten – Köflótt og Bleikar Varir

Dries Van Noten sýningin fór fram á tískuvikunni í París í dag. Ég er því miður ekki búin að finna nógu miklar upplýsingar um hvaðan innblásturinn fyrir línuna kom er augljóst að Belginn er ekki að fýla bjarta liti fyrir næsta sumar – alla vega ekki í klæðum.

Köflótt við köflótt var nokkuð áberandi og þetta er ekki í fyrsta sinn sem það hefur sést fyrir næsta sumar – þannig við þurfum að fara að venja okkur á nýja tísku ef við ætlum að halda okkur í henni! Púff flíkurnar vöktu helst gleði hjá mér, svarti jakkinn á fyrstu myndinni, vestið á fjórðu myndinni og peysan á 8 myndinni eru í uppáhaldi hjá mér. Það sem er líka athyglisvert við þessa línu og sérstaklega þar sem þetta er lína fyrir sumarið eru lögin, dressin eru öll úr þó nokkrum lögum – hentar vel fyrir okkur því við vitum jú aldrei hvenær við eigum von á sólinni og oftast rignir bara;)
Bleiku varirnar finnst mér gera helling fyrir heildarlúkkið þar sem litirnir eru frekar dimmir – bleiki tónninn gefur línunni smá sumarfíling sem er kannski það eina sem vantar uppá að mínu mati….;)

Í heildina séð – þá er ég samt mjög hrifin af þessari línu:)

EH

Paris Je'taime

Skrifa Innlegg