Í dag kíkti ég á kynningu fyrir merkið Smashbox sem er væntanlegt í sölu hér á landi í kringum mánaðamótin. Merkið er þekkt hágæðamerki og eru sérhannaðar til fyrir myndatökur – þannig þegar þú ert að nota vörurnar þá ertu alltaf tilbúin í myndatöku – sem hentar vel þar sem öpp eins og Instagram hafa aldrei verið vinsælli.
Vöruúrvalið er mun meira en ég átti von á – meðal þess sem er í boði eru primerarnir sem eru líklega þekktasta og vinsælasta varan frá Smashbox, BB Krem (það stefnir í nýja BB krem umfjöllun hjá mér;)), augnskuggapallettur, highlightar, glossar, varalitir, maskarar, farðar, hyljarar og svo lengi mætti telja. Hér er smá sýnishorn af því sem ég fékk að skoða í dag:Það sem mér sem makeup artista fannst að sjálfsögðu mest spennandi voru primerarnir…..
Hér sjáið þið þetta flotta úrval af Primerum..!
Efri lína frá vinstri:
- Balance – Primer í Lavander tóni sem gefur þreyttri húð bjartar og fallegra útlit
- Even Skin Tone – Primer sem jafnar húðlit þinn og vinnur gegn brúnum blettum í húðinni
- Adjust – Græntóna primer sem dregur úr roða, ég var að sjálfsögðu að pota í þennan til að sjá hvort hann væri í alvörunni grænn og hann er það alls ekki;)
Neðri lína frá vinstri:
- Luminizing – Gefur húðinni ótrúlega fallegan og náttúrulegan ljóma
- Photo Finish Light – Frískar uppá útlit viðkvæmrar og olíumiklar húðar
- Photo Finish with Dermaxyl Complex – Dregur úr fínum línum, gefur góðan grunn og inniheldur SPF 15
- Photo Finish – Primerinn sem allir ættu að kannast við, hann fullkomnar húðina gerir hana flauelsmjúka og heldur farðanum eins á andlitinu allan daginn. Hann er líka olíulaus;)
- Hydrating – Gefur húðinni góðan raka og viðheldur honum yfir daginn. Hann er líka olíulaus;)
Hér sjáið þið varalitina sem koma í alls konar skemmtilegum litum – ég kolféll fyrir þessum fjólubláa (annar frá vinstri í efri línu) og þessum dökkbrúna (annar frá vinstri í neðri línunni).
Ég fór ekki tómhent heim – ég get eiginlega ekki beðið með að fá að prófa þessar vörur aðeins betur….
Smashbox O-Plump – gloss með stækkandi áhrifum, BB krem, O-Glow – kinnalitur sem gefur húðinni ljóma og hver líkir eftir náttúrulegum kinnalit hvers og eins, Photo Finish primerinn – must have, Agunskugga trio – sýnikennsla væntanleg!
Það var samt ein vara sem stóð algjörlega uppúr hjá mér og það var svart gloss – þið gapið kannski smá en það gefur mjög skemmtilegan fjólubláan lit og ég sé fyrir mér að það verði ótrúlega flott yfir eins og eldrauðan varalit til að dekkja hann aðeins.
Smashbox verður fáanlegt innan skamms – fylgist með;)
EH
Skrifa Innlegg