fbpx

Dolce & Gabbana – Innblásturinn er Augljós

Ef þið rennið í gegnum myndirnar frá sýningu Domenico Dolce og Stefano Gabbana ætti innblásturinn að vera heldur áberandi – Sikiley – sérstaklega þar sem þetta er ekki í fyrsta sinn sem þeir leita til eyjarinnar sem er staðsett í Miðjarðarhafinu.

En ætli það sé ekki frekar slæmt þegar innblásturinn er of áberandi? Litríkar og munstraðar flíkur, stórir og áberandi eyrnalokkar, fatnaður úr basti og á tímabili komu fram fyrirsætur í flíkum sem litu út fyrir að hafa áður verið kartöflupokar.

Fyrri helmingur flíkanna minnti mig á búninga sem konur í sögunum um Ástrík og Steinrík gætu hafa klæðst og þó svo að bastið hafi vakið hrifningu mína fyrst þá fór ég að hugsa hvort manni langaði að líta út fyrir að vera í gamalli bastkörfu – og hvort maður þyrfti ekki að passa uppá að rekast ekki í neinn eða setjast niður þegar maður væri í flíkinni.

Hér sjáið þið nokkur sýnishorn úr línunni. Mér fannst þó einfaldari flíkurnar eins og þessar röndóttu mjög fallegar og silkikútarnir í hárinu voru dásamlegir – Ég sá fyrir mér að svona myndi ég vilja vera klædd þegar ég mæti til Miðjarðarhafsins í fyrsta sinn!

Á blaðamannafundi morguninn fyrir sýninguna talaði Gabbana um að með línunni langaði þeim að fara aðeins tilbaka í það að gera það sem þeim fyndist réttast í staðin fyrir að vera að eltast við eitthvað sem þarf að eða vera í tísku – þeim langar að gera föt sem fólki líkar en ekki föt sem verða að verða nýjasta tíska. Mér finnst þetta vera mjög flott hugsun hjá þeim og þeir fá stórt hrós fyrir það. Þó svo línan hafi ekki í heild sinni slegið í gegn hjá mér í þetta sinn eru líklegast margir þarna úti sem eru ósammála mér;)

EH

Gersemi frá Missoni-Lindex

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Erla

    24. September 2012

    Einföldu flíkurnar eru fallegar en það er aðeins of mikið af öllu með hinar