Mig langar að byrja á því að þakka kærlega fyrir allar yndislegu batakveðjurnar, ég er komin heim af spítalanum alla vega í bili og vona svona að þetta sé komið í lag hjá mér og ég þurfi ekki að fara aftur inn fyr en barnið sjálft kemur :) Það er alveg yndislegt að liggja þarna inná kvennadeild Landspítalans – það er svo vel hugsað um mann en ég er samt mjög glöð að vera komin heim til molans míns er búin að sakna hans mikið!
Við Tinni ákváðum að eiga smá dekurdag í dag saman og fórum aðeins út að labba, kíktum í Hafnafjörðinn í rölt og svo fiskisúpu til ömmu og afa. Ég leit við inní eina skemmtilega búð á Strandgötunni – HB búðinni sem er undirfata og náttfatabúð og þar fann ég hinn fullkomna náttslopp, þennan sem ég er búin að leita svo ótrúlega lengi af!
Ég var nú búin að lýsa yfir löngun minni áður um að finna svona léttan og þægilegan morgunslopp ég á svona stóran og mjúkan langaði bara líka að eiga einn svona aðeins kannski í fínni kantinum og þessi er fullkominn. Ég borgaði um 12.000kr fyrir hann og er bara sátt með það sérstaklega eftir margra ára leit. Það er fullt af skemmtilegum sloppum í búðinni og alltaf gaman að ramba inná svona nýja staði.
Mér finnst þessi líka dáldið rómantískur – fallegur fyrir brúðir til að klæðast á brúðkaupsmorguninn já eða daginn eftir.
Hlakka til að skella mér í þennan í fyrramálið!
Njótið helgarinnar****
EH
Skrifa Innlegg