fbpx

Litaður Eyeliner í Globusnum hjá Michael Kors

Þegar það fór að líða á tískuvikuna í New York þá fór makeup-ið aðeins að verða meira spennandi – ekki bara nude, nude, nude. Litaður eyeliner er búinn að vera mjög vinsæll undanfarið og samkvæmti vini mínum Hr. Kors þá verður hann það áfram – hann færist bara aðeins ofar á augnlokið eða í globuslínuna. Mér finnst þetta svolítið skemmtilegt enda er ég þannig að mér finnst mjög gaman að leggja áherslu á globusinn sérstaklega þegar ég er að gera skyggingar. Að setja dökkbrúna liti í globuslínuna var mjög vinsælt á 6. áratugnum og svo að setja svarta línu var áberandi á 8. áratugnum sbr. Twiggy.

Hér sjáið þið útfærsluna hans Kors;)

Augun fá litríka og skemmtileg dýpt – finnst ykkur ekki?

EH

<3 This Look

Skrifa Innlegg