fbpx

BCBG Max Azria SS2013

Þá er komið að fyrsta tískuvikupóstinum mínum – næstu daga mun bloggið mitt breytast í New York Fashion Journal svo London Fashion Jounrnal og svo koll af kolli;) Í fyrradag hófst vikan formlega með nokkrum sýningum ég ákvað þó að hinkra aðeins og bera saman þann dag við gærdaginn. Af öllum sýningunum var ég spenntust að sjá frá BCBG. Max Azria hefur fengið mikil lof fyrir vinnuna sem hann hefur gert fyrir BCBG sérstaklega þá hvernig hann nær að höfða bæði til hins almenna neytanda og fína og fræga fólksins um leið.

Að mínu mati einkennist sumarlínan of mikið af eins konar patch work. Hann blandar ólíkum efnum saman léttum og þungum eins og chiffon og leðri. Straps lúkkið finnst mér svolítið of notað en við höfum séð það hjá mjög mörgum hönnuðum undanfarin ár. Það sem mér finnst þó fallega við línuna eru flauelsmjúku litirinir sérstaklega þessi blái, hann er ótrúlega fallegur. En hér sjáið þið lúkkin sem ég stoppaði við – þó hún hafi ekki alveg hitt í mark hjá mér þá gæti hún vel hitt í mark hjá ykkur;)


Í dag eru svo See by Chloe, Jason Wu, Pamella Roland, Rag & Bone og Nicole Miller svo ég nefni nokkra sem heilla;)

EH

9th Annual Style Awards

Skrifa Innlegg