fbpx

Förðunin á Gloden Globes hátíðinni 2015

FashionLúkkmakeupStíll

Það fór vonandi ekki framhjá neinum að í nótt fóru Golden Globes verðlaunin fram – ætli flestir Íslendingar hafi ekki orðið varir við það þar sem Íslendingur hlaut verðlaunin í fyrsta sinn á hátíðinni. Innilega til hamingju Jóhann Jóhannsson með verðlaunin en hann fékk verðlaun fyrir bestu frumsömdu tónlistina í myndinni The Theory of Everything.

En að förðuninni svona aftur – já og ætli ég skelli ekki hárinu aðeins með förum svona aðeins yfir fegurðarhlutann. En ég hef alveg sérstaklega gaman af því að pæla í lúkkum stjarnanna á verðlaunahátíðum og Golden Globes hátíðin er í miklu uppáhaldi. Það er helst vegna þess að hátíðin er ekki kannski alveg jafn fín og t.d. Óskarinn svo stjörnurnar eru aðeins djarfari í vali á bæði klæðnaði og förðun svo það er meira fyrir okkur tískuspekúlantana til að pæla í. Hér er líka miklu breiðara úrval af stjörnum sem mætir sem gerir hlutverk mitt miklu skemmtilegra og þetta verður svona aðeins fjölbreyttara. En eigum við ekki að hefja leikinn… – ég valdi svona þessar stjörnur sem mér fannst bera af og svo nokkrar svona flottar til að hafa með.

Old Hollywood glamúr myndi ég segja að sé lýsingin sem hæfir best því að lýsa þemanu í förðun og hári á hátíðinni sem er þema sem er ekki óalgengt á svona verðlaunahátíðum.

image (9)

Jennifer Aniston

Hvað get ég sagt þessi dama verður bara að fá að vera með þó hún hafi kannski ekki beint verið að taka neinar áhættur. Reyndar virðast miðlarnir flestir vera voðalega hissa á því að daman sé með uppsett hárið en ég hefði nú kosið að sjá það niðri – mér finnst það bara fara henni betur. Jennifer var rosalega safe í vali á förðun en þið sjáið þó að dama er með gerviaugnhár sem er búið að lyfta vel frá augunum hennar svo þau eru voða björt og glaðleg.

image (8)

Amal Clooney

Þessi dama er svo glæsileg og ég skil vel afhverju George féll fyrir henni. Mér finnst hún alveg stórglæsileg og það geislar alveg af henni. Hún er svo náttúruleg og elegant!

image (7)

Keira Knighltey

Þessi fallega kona hefur alltaf verið í uppáhaldi hjá mér fyrir sinn einstaka og kvenlega stíl. Hún fer alltaf sínar eigin leiðir í klæðavali og kemst yfirleitt alltaf upp með það. Ég er rosalega hrifin af förðuninni hennar og seyðandi yfirlitinu sem augun hennar fá með þessu brúna smoky-i. Varaliturinn finnst mér alveg toppa lúkkið sem er dáldið öðruvísi frá þeim sem við sjáum helst á svona hátíðum – þeir eru flestir þá rauðir eða nude og svakalega glossaðir, en mig langar í svona.

image (6)

Diane Kruger

Þessi er alltaf með þetta og ég man bara ekki eftir því að hún hafi stigið feilspor þegar kemur að förðun og hári á verðlaunaafhendingu. Ég er alveg ástfangin af öllu við þetta lúkk – húðin er fullkomin, augnförðunin er æðisleg og varirnar fullkomnar við heildarlúkkið. Diane er svona ein af þessum leikkonum sem mér finnst endurspegla Old Hollywood Glamúr lúkkið – sjáið bara hárið!

image (5)

Kristen Wiig

Hér er gott dæmi um það sem ég er að tala um – á Golden Globes hátíðinni taka stjörnurnar frekar áhættur með lúkkið eins og Kristen sem setur hér upp litaðan eyeliner. Það má deila um það hvort þetta lúkk meiki sens í janúar en hún fær hrós frá mér fyrir að gera eitthvað nýtt! Verð líka að segja að mér finnst húðin alveg stórglæsileg!

image (4)

Sienna Miller

Ég horfði nú ekki lengi á Red Carpet eventinn há E! í gær en ég sá þegar Sienna kom á skjáinn og þessi kona fangar alltaf athygli mína með sínu fallega brosi og sinni miklu útgeislun. Látlaus förðunin er alveg ekta Sienna og ef þið sáuð kjólinn hennar sem er frá Miu Miu þá sjáið þið að heildarlúkkið smellpassar saman. Hárið er svo rosalega töffaralegt og rokkar aðeins upp glamúrinn sem einkennir lúkkið.

image (3)

Luptia Nyong’o

Jæja vinkona…. ég saup hveljur þegar ég sá eina af mínum uppáhalds. Ókei kjóllinn er svo sem í lagi og liturinn fer henni vel en vitiði ég ætla að hætta mér útá hálan ís og skrifa það sem mér finnst – Lupita var rosalega kellingaleg í gærkvöldi! Ég biðst innilegrar afsökunar ef skoðun mín fer fyrir brjóstið á einhverjum en ég veit að ég er ekki sú eina sem er þessarar skoðunar…Afsakið en þetta er bara ekki málið – held það sé helst hárið sem er bara ekki mitt – já og varaliturinn sem passar engan vegin við fjólubláa litinn… Æjj þetta er bara ekki gott…

image (2)

Lorde

Hér kemur svo dama sem ég er alltaf voðalega hrifin af – ábyggilega af því ég og hún erum með voðalega svipaðan förðunarstíl og mér finnst þessi svo mikill töffari. Söngkonan ákvað þó að fara í aðeins meiri glamúr varalit en hún er vön stíllinn hennar hefur hingað til einkennst af fjólubláum vörum. Mér finnst þetta voðalega einfalt og glæsilegt lúkk.

golden-globes-best-beauty-2015-jennifer-lopez-w540

Jennifer Lopez

Jæja þá er komið að glamúr drottningu kvödsins! Viljið þið sjá þessa skutlu – hún er 45 ára!! Hún er bara alltaf með þetta þó svo húðliturinn sé dáldið ójafn í andlitinu sem ég tel líklegt að sé helst útaf of miklu contouring… En augun eru æðisleg að mínu mati en ég er alltaf sökker fyrir dökkbrúnu smoky lúkki. Mér finnst líka rosalega flott hvernig er lögð áhersla á neðri hluta augnanna sem er mun dramatískari en hefð er fyrir. Jennifer skartar svo sínum signature nude vörum.

golden-globes-best-beauty-2015-kerry-washington-w540

Kerry Washington

Mér finnst Kerry alltaf flott og hún var ofboðslega glæsileg í gærkvöldi. Á hátíðinni í fyrra var hún ófrísk og henni tókst að vera á topplistum allra tískumiðla fyrir kjólinn og heildarlúkkið. Sumar konur kunna þetta bara og Kerry er ein af þeim. Mér finnst mjög fallegt hvernig augnumgjörðin hennar er fallega römmuð inn svona hringlótt og með smá glimmeri í kringum augun birtir svo fallega yfir þeim.

golden-globes-best-beauty-2015-jessica-chastain-w540

Jessica Chastain

Þessi fallega dama hefur oft ratað á topplistann hjá mér og hún gerir það í þetta sinn líka. Ein flottasta förðun kvöldsins og það er allt svo glæsilegt við þetta lúkk, kjóllinn, hárið og förðunin allt passar saman og margar konur ættu að læra af þessari dömu – þessi augnförðun gefur mér gæsahúð!

golden-globes-best-beauty-2015-emily-blunt-w540

Emily Blunt

Emily er ein af mínum uppáhalds leikkonum og hefur verið það síðan ég sá hana í The Devil Wears Prada – mér finnst hún bara svo skemmtileg leikkona. Þess vegna fylgist ég alltaf vel með stílnum hennar. Augnförðunin greip mig og sérstaklega sanseraða glimmer áferðin sem lætur augun hennar geisla svo það birtir fallega yfir þeim. Förðunin er voðalega einföld sem mér finnst gott og því fá eyrnalokkarnir hennar dáldið að njóta sín en ég verð að segja að varaliturinn er líka hárréttur við þennan bláa lit.

golden-globes-best-beauty-2015-amy-adams-w540

Amy Adams

Ég verð nú að segja að hún Amy olli mér smá vonbrigðum, ekki misskilja mig mér finnst hún alltaf glæsileg, kjóllinn  og hárið voru mjög falleg hjá henni en hún hefur oft verið með meira áberandi förðun og ég hefði viljað sjá kannski aðeins djarfari varalit hjá henni en þá hefði hún náð að standa aðeins frammúr hinum.

golden-globes-best-beauty-2015-allison-williams-w540

Allison Williams

Þessi flotta Girls leikkona nær líka á minn topplista. Hún var líka ein af þeim sem ég sá á rauða dreglinum og kjóllinn hennar er æðislegur – þið verðið að kíkja á hann. Förðunin er mjög töffaraleg og hristir vel uppí heildarlúkkinu hennar. Ég fýla líka Faux Bob-inn sem er í gangi hjá henni.

hbz-gg-2015-beauty-emma-stone-promo

Emma Stone

Svo finnst mér viðeigandi að enda þetta á aðaltöffaranum henni Emmu sem mætti í æðislegum samfesting og komst vel upp með valið – en hún gerir það svo sem yfirleitt. Ég dýrka lúkkið hennar og kislulegu lögunina á augnförðuninnni. Virkilega vel gert!

Vitið þið að ég gæti haldið svo lengi áfram en ég held ég sé búin að skrifa alveg nóg í bili en ef einhver vill mig í spjall um stjörnurnar þá er ég alltaf til – ég hef alltof sterkar skoðanir á þessu :)

Hver finnst ykkur bera af dömur – og vantar einhverja hér hjá mér?

EH

Leyndarmál makeup artistans: allt um hyljara!

Skrifa Innlegg

8 Skilaboð

  1. Anna Gréta

    12. January 2015

    Emma Stone var bara svo mikið með þetta í gær! Klárlega mitt uppáhald!

  2. Inga Rós Gunnarsdóttir

    12. January 2015

    Emma Stone og Jessica Chastain voru flottastar í förðunardeildinni að mínu mati en þú valdir ekki alveg bestu myndina af Jessicu, sá aðrar betri þar sem förðunin sást betur :)

  3. Guðrún

    12. January 2015

    Naomi Watts hefði mátt eiga heima á listanum þínum líka að mínu mati amk :)

    • Reykjavík Fashion Journal

      12. January 2015

      Veistu ég tók hana út… – hún var upprunalega svo fannst mér þetta of langt og tók 3-4 út – naomi var ein af þeim… það voru greinilega mistök ;)

      • Guðrún

        12. January 2015

        Finnst hún alltaf svo flott og oft þó ekki núna í því að fara út fyrir safe zone- ið í kjólum amk. En er svo sammála þér með hana Luptiu , hefði haldið að þeir hjá Lancome hefðu passað betur uppá þetta hjá henni

  4. Sunna

    22. January 2015

    Það er svo gaman að lesa umfjöllunina þína, hún er svo jákvæð og uppbyggjandi, þrátt fyrir að þú sért ekki sammála vali fólks á förðunum kvöldsins, þá hrósar þú öllum leikkonunum og segir eitthvað fallegt um þær, æðislegt!

    • Reykjavík Fashion Journal

      22. January 2015

      Takk kærlega fyrir þetta fallega komment – ég fékk stórt bros yfir andlitið*** Það er möst að hrósa mér finnst það alla vega og ég reyni eftir fremsta megni að lifa eftir því mottói :)

  5. Sunna

    22. January 2015

    haha við erum sant á öndverðum meiði þegar að kemur að Lupitu mér finnst kjólinn hennar guðdómlegur ;)