Svo ég haldi nú áfram að fara yfir það sem verður heitt í förðuninni í haust þá er komið að einu af mínu uppáhalds trendi, grafískur eyeliner. Flottir Eyelinerar hafa alltaf verið áberandi en í þetta sinn eru hönnuðir kannski aðeins meira djarfari í litavali og lagi á eyelinernum.
Erdem FW 2012
Anna Sui FW 2012
Altuzarra
Lanvin FW2o12
Grafískur eyeliner hefur samt verið mjög áberandi undanfarið og ég þori að veðja að flestar ykkar hafa prófað einhverja tegund af honum – en líklega nánast allar þá kisueyelinerinn – eyeliner með spíss. Hér er einföld sýnikennsla sem ég gerði síðasta haust með Master Precise eyelinernum frá Maybelline:Svo er einfalt að gera hvaða munstur í eyeliner sem er bara með því að nota límban og búa til munstur og rífa það síðan varlega af. Sú leið er til dæmis sniðug ef ykkur líst vel á Erdem graffíkina – sem er mín uppáhalds. Hér eru nokkur atriði sem þið ættuð að hafa í huga þegar þið eruð að setja á ykkur eyeliner:
- Hvílið alltaf hendina sem þið notið til að setja á ykkur eyeliner á flötu, stöðugu yfirborði til að koma í veg fyrir mistök.
- Það er alltaf gott að hafa eyrnapinna og augnhreinsi við hendina ef eitthvað fer úrskeiðis.
- Æfið ykkur á handabakinu áður.
- Ef þið ætlið að setja á ykkur eyeliner með spíss þá er best að byrja á línunni meðfram augnlokunum fyrst, ná henni eins báðum megin og gera svo spíssinn. Þið getið notað aðferðina mína hér fyrir ofan eða notað límban eða A4 blað sem skapalón.
- Munið að ef þið eruð með blautan eyeliner eða geleyeliner, hafið augun þá lokuð í sirka 10 sekúndur til að leyfa litnum að þorna það er svo leiðinlegt þegar hann smitast útum allt….:/
- Stundum finnst mér betra að móta og gera eyelinerlínuna með blýanti og fara svo yfir hana með gel eyeliner til að liturinn verði þéttari því oft er auðveldara að þrífa línur sem eru gerðar með blýanti.
EH
Skrifa Innlegg