Þriðji aðventuleikurinn er með aðeins öðruvísi sniði en þeir síðustu, til að byrja með ætla ég nefninlega að sýna ykkur hátíðarlúkkið mitt gtá Bobbi Brown – neðar í færslunni getið þið svo eignast nokkrar lykilvörur frá merkinu til að ná lúkkinu!
Lúkkið er eitt það dramatískasta sem ég hef gert til að sýna ykkur fyrir komandi hátíð en það er rosalega Bobbi-legt.
Skin Foundation Stick: Nýjasti farðinn frá merkinu sem ég er alveg húkkt á þessa dagana, fyrir og eftir færsla með honum seinna í vikunni.
Long-Wear Gel Sparkle Shadow+Liner í litnum Sunlit Bronze: þessi skemmtilegi kremaugnskuggi er nýr hjá merkinu hér á landi og er fáanlegur í nokkrum litum. Ég heillast mest af þessum tóni eins og kemur eflaust fáum á óvart. Hann hæfir mínu litarhafti mjög vel. Ég nota hann bara einan og sér og mýki mjög vel úr honum og dreifi yfir allt augnlokið. Svo hann gefur mjúka áferð á augun, með t.d. möttum augnskugga undir t.d. dökkbrúnum myndi þetta verða mjög töff smoky lúkk en ég vil frekar að jólaförðun sé aðeins léttari á meðan áramótaförðun mætti alveg vera miklu meiri.
Long-Wear Eye Pencil í litnum Bronze: Ég er rosalega lukkuleg með þennan eyelinerblýant. Hann er mjög þéttur og gefur kremaðan og flottan lit. Ég setti hann meðfram efri og neðri augnhárunum og smudge-aði hann aðeins til. Litinn fékk ég úr one shot línu frá merkinu og ég held því miður að hann sé ekki fáanlegur lengur en eflaust getið þið fengið aðstoð við að finna eitthvað svipað. En ég vildi velja litatón sem var dökkur, sanseraður og í sama tón og augnskugginn en samt þéttari.
Creamy Matte Lipstick í litnum Port: Auðvitað skarta ég hér varalit úr uppáhalds varalitalínunni minni en þessi litur Port er algjörlega trylltur! Dökkur, seyðandi og svakalega dramatískur – alveg eins og ég vil hafa þá!
Það hafa nú þegar nokkrar beðið um að fá að sjá mig gera lúkk á öðrum en sjálfri mér. Mig langaði bara að koma því á framfæri að ég hef bara ekki tök á því því miður. Alla vega ekki á næstunni, fyrir ykkur sem vitið það ekki þá er ég í 4 mismunandi vinnum og núna bætist við sú fimmta þar sem ég er að kynna snyrtivörur í verslunum fyrir jólin. Lúkkin tek ég öll seint á kvöldin eftir að sonurinn er sofnaður. En um leið og það losnar um tíma hjá mér þá langar mig auðvitað að geta sýnt ykkur meira af alls konar förðunum á konum á öllum aldri en þangað til vona ég að þið fáið ekki alveg strax leið á módelinu mér <3
Hér sjáið þið svo glaðninginn í þriðja aðventuleiknum á síðunni – vona að ykkur lítist nú ágætlega á þennan flotta og veglega glaðning…
Eins og ég segi hér fyrir ofan þá er glaðningurinn í þriðja aðventuleiknum nokkrar lykilvörur sem hjálpa ykkur að ná þessu lúkki. Long-Wear Gel Sparkle Shadow+Liner í litnum Sunlit Bronze nr. 4, Ultra Fine Cream Smudge pensill sem er tilvallinn til að dreifa úr augnskugganum. Burstinn er líka tilvalinn til að smudge-a eyeliner. Svo er það Smokey Eye Mascara Set sem inniheldur Smokey Eya maskarann sem gerir augnhárin extra svört, mjúk, þykk og áberandi. En auk þess er prufa af Instant Long-Wear Makeup Remover hreinsinum frá merkinu.
1. Smellið á Like á síðu – BOBBI BROWN Á ÍSLANDI
2. Skiljið eftir athugasemd með nafni og deilið með mér hvaða jólalag er í uppáhaldi hjá ykkur :)
3. Deilið þessari færslu!
Eins og áður þá dreg ég út sigurvegara á þriðjudaginn – ást til ykkar og gleðilegan þriðja í aðventu!
EH
Vörurnar sem ég skrifa um í þessari færslu hef ég bæði fengið sendar sem sýnishorn og/eða keypt mér sjálf. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Ég vil svo minna ykkur á að fylgjast með Trendnet á Facebook
Jólasveinarnir gefa þar 13 gjafir fram að jólum!
Skrifa Innlegg