Þið vitið nú þegar að ég er haldin múmínsöfnunaráráttu – ég er reyndar haldin Disney söfnunaráráttu líka en það er önnur og lengri saga… En ég er líka haldin ilmvatnsglasa söfnunaráráttu – það eru þó ekki öll glös sem ég safna það eru svona nokkur sérvalin. Glösin frá Dolce & Gabbana ná á þann lista. Þau eru þar vegn klassískrar, einfaldrar og tímalausrar hönnunar sem á alltaf vel við. Það er einfaldur stíll sem einkennir glösin og eins og fyrir síðustu jól koma einstök glös, The Collectors Edition, utan um The One ilmina fyrir hann og fyrir hana.
Í fyrra voru glösin gull fyrir hana og silfur fyrir hann en ég skrifaði um þau HÉR. Í ár eru þau aftur heillituð en þó svo allt öðruvísi…
Dömuilmurinn er ó svo hátíðlega rauður og herrailmurinn er dökkbrúnn. Ég elska hvað glösin eru vegleg og flott! Þetta er sama lögun og er á glösunum fyrir The One ilmina en bara búið að breyta smáatriðunum. Liturinn á dömuflöskunni heitir Ruby Red og gylltu smáatriðin eru
Þar sem ég á að sjálfsögðu glösin frá því í fyrra þá sjáið þið þau hér hlið við hlið…
Dömuilmurinn er hlýr og kvenlegur ilmur sem einkennist af bergamot, mandarin, lychee, ferskjum og Madonna Liljum sem eru sett ofan á vanillu, amber og musk grunn. Þetta er ilmur sem er með skemmtilegum persónuleika og rauði liturinn hæfir honum vel. Myntin sem er frama á glasinu á að endurspegla konuna sem notar ilminn, sem er leyndardómsfull og orkumikil kona. Ilmurinn er Eau de Parfum.
Hér sjáið þið svo herrailminn frá því í fyrra við hliðiná þeim sem kom núna. Þetta er klassískur herrailmur og margir tala um að þetta sé mjög tímalaus ilmur. Liturinn sem er royal leather brown er táknrænn fyrir klassa og lúxus. Ilmurinn einkennist af greip, kóríander og basil sem blandast við sterka og hlýja tóna kardimommu og engifers. Grunnnóturnar eru svo tóbak og sedarviður sem gefa dáldið þurran tón. Myntin á glasinu á eins og á dömuilminum að endurspegla þann sem notar ilminn, hann er veraldarvanur maður sem notar gáfur sínar sem styrk til að komast áfram. Herrailmurinn er Eau de Toilette.
Þetta eru hrikalega flott ilmvatnsglös sem eru tilvalin í jólapakkann sérstaklega fyrir Dolce & Gabbana aðdáendur því þessi glös eru eingöngu til í takmörkuðu upplagi og eru tilvalin fyrir safnarana í fjölskyldunni eða fyrir ástina :)
EH
Vörurnar sem ég skrifa um hér fékk ég sendar sem sýnishorn. Það hefur þó engin áhrif á álit mitt á vörunum og eins og alltaf veiti ég hreinskilið álit.
Skrifa Innlegg