Dagurinn minn byrjaði snemma í þetta sinn eða klukkn 8 þegar ég var rifin á fætur til að skutla manninum á rannsóknarblaðamennsku fyrirlestur niðrí bæ. Ég ákvað því bara að fara á fætur og njóta dagsins fyrsta stopp var að sjáfsögðu minn uppáhalds staður Te & Kaffi í Austurstræti þar sem ég sit og glugga í tímaritin og fylgist með fólkinu sem er eins og ég vaknar ekki almennilega fyr en rjúkandi heitt kaffi rennur í gegnum líkamann. Fyrsta tímaritið sem ég opna er Harper’s Bazaar sem skartar Victoriu Backham á forsíðunni og þessum undursamlegu myndum inní blaðinu. Ég held ég geti sagt með sanni að ég hafi aldrei séð jafn fallegan né fullkominn eyeliner og mér finnst forsíðan alveg einstök. Hér er sú mynd án alls texta.
“I don’t feel the need to stand on the red carpet and say, “Hey look at me.” I’m not about that anymore. I don’t want to be such a public figure.”
Njótið dagsins – það er ég að gera!
EH
Skrifa Innlegg