fbpx

Golden Globes 2012 Taka Tvö!

Blog

Þá held ég áfram;)

Ég er ekki ennnþá búin að fara að sjá bandarísku útgáfuna af Körlum sem hata konur einfaldlega af þér mér fannst skandinavíska útgáfan alltof góð til að vilja skemma hana svo finnst mér tepruskapur í kananum að breyta nafninu…. :/ En Rooney Mara finnst mér glæsileg á rauða dreglinum, flottir detailarnir á kjólnum hennar.

Einfaldleikinn er stundum bestur og það finnst mér sannast hér. Rauði liturinn fer Stacey ótrúlega vel og ég fýla lausa snúðinn sem hún er með. Förðunin er látlaus og ég er sátt með glossinn á vörunum enda held ég að hér væri of mikið að vera með rauðar varir.

Salma er ein af þeim konum sem er alltaf flott og klikkar aldrei – gullfalleg í Gucci kjólnum sínum. Hárið finnst mér æðislegt enda er ég einn helsti aðdáandi two tone hársins, förðunin er mjög náttúruleg smá skygging og maskari og málið er dautt;)

Kjóllinn hennar Charlize er einn af þeim sem ég er ekki ennþá búin að ákveða mig með, mér finnst hann allt í lagi en kannski einum of brúðarlegur fyrir rauða dregilinn. En eins og hjá Michelle finnst mér hárbandið alveg æðislegt, svona Öskubusku fílingur:)

Sama með kjólinn hennar Angelinu ég er ekki ennþá búin að ákveða hvað mér finnst um hann, hann er bara svo ólíkur því sem hún hefur verið í undanfarið en það toppar fátt græna kjólinn hennar frá því í fyrra. Förðunin er æðisleg og rauði varaliturinn gæti varla fengið betri striga til að njóta sín á en varirnar hennar Angelinu.

Ég er búin að renna í gegnum 90% af myndunum af stjörnunum frá gærkvöldinu og ég held ég geti sagt það með sönnu að förðunin sem Evan Rachel Wood skartaði er bara alls ekki flott. Leikkonan sem er  25 ára á þessu ári lítur út fyrir að vera að minnsta kosti 15 árum eldri en hún er og ég er bara ekki að meika þetta skinku lúkk og þennan rosalega varalit. Afsakið mig en þetta finnst mér feil…:/

EH

Golden Globes 2012

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Ása í Ameríku

    16. January 2012

    Ji hvað er gaman að lesa þetta hjá þér. Ég er eiginlega alveg sammála þér! Það verður gaman að horfa á Fashion Police á E! og sjá hvað þau segja. Reyndar finnst mér Angelina Jolie oftast lummuleg, óttalega plein djein og kelló. Fannst þessi kjóll ekki flottur og hún verður að fara slaka á fyllingarefnum og botoxi – hún er að verða eins og kertavax í framan.

    • Erna Hrund

      16. January 2012

      Takk elsku mín*** En já úff sástu Nicole Kidman ég gat bara ekki með góðri samvisku sett inn mynd af henni sú er nú búin að láta fikta við sig :/ en sammála get ekki beðið eftir að heyra hvað Joan Rivers hefur um málið að segja;)