Hér eru nokkrar af mínum uppáhalds húðvörum, ég gæti alls ekki lifað án þeirra.
Þessi augnháranæring hefur alveg bjargað augnhárunum mínum, meðal þess sem hún gerir er að hún virkir hárbelgina sem eru ekki í notkun og augnhárin verða þannig fleiri og þykkari hún styrkir líka aunghárin. Hana má nota undir maskara. Ég tek svona kúra með næringunni nota hana í viku á svona 2 mánaða fresti kvölds og morgna.
Þetta er að mínu mati langbesti augnhreinsirinn hann fjarlægir allt. Það sem þarf bara að passa uppá er að hrista hann fyrir notkun. Hann fjarlægir vatnsheldan maskara og superstay varaliti/gloss.
Bólubaninn frá Clean & Clear er algjör snilld ég hef nú reyndar ekki mikla reynslu af öðrum líkum vörum en það er ábyggilega af því ég er alveg húkkt á þessum vörum og nota þær daglega;) Gelið má nota undir farða og ég set það alltaf bara beint á bólur þegar ég fæ þær sem er sem betur fer sjaldan (7, 9, 13 bank bank) og ég sé strax ótrúlegan mun eftir nokkrar klukkustundir.
EH
Skrifa Innlegg