fbpx

Uppáhalds!

Blog

Geleyeliner er vara sem mér finnst að allar konur ættu að vera með í snyrtibuddunni sinni. Núna fyrr ekki allt svo löngu kom Maybelline með einn slíkan á markaðinn, en þangað til var einungis hægt að fá hann hjá Mac og Bobbi Brown. En það er gaman að segja frá því að mér finnst þessi frá Maybelline ekkert síðri en hinir tveir (hef notað báða) en munurinn er að með Maybelline eyelinernum fylgir eyeliner bursti og hann er ódýrari. Eyelinerinn er ekki bara hægt að nota sem eyeliner heldur er líka sniðugt að nota hann sem undirstöðu undir dökkt smoky – hann virkar eins og primer – og setja hann þá yfir allt aunglokið og svo augnskugga yfir eða leyfa honum að vera einum og sér.

Eyelinerinn var lengi vel uppseldur en er loksins fáanlegur aftur!

Hér er svo myndband með Charlotte Willer Global Makeup Artista fyrir Maybelline – sú er algjör snillingur! Hvet ykkur til að skoða fleiri kennslumyndbönd frá henni inná heimasíðu Maybelline.

EH

Tommy Ton

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Elísabet Gunn.

    15. September 2011

    Mér finnst gaman að lesa innleggin þín um makeup ráð :) x

  2. Edda Péturs

    19. September 2011

    Hey ég keypti mér svona í supermarkaðnum hérna um daginn! Algjör snilld, og ég fíla hann alveg í tætlur! Finn engan mun á þessum og Mac, nema bara í buddunni ;)