fbpx

Einnota Fjör

Blog

Þegar ég var lítil fékk lítil einnota myndavél að fylgja mér allt sem ég fór og ég á margar skemmtilegar myndir frá þeim tíma – alla vega þær sem ég hélt ekki óvart fyrir linsuna – ég ákvað að taka með mér eina svona í myndatöku fyrir Oroblu sem var gerð í júlí til að taka baksviðs myndir, þó ég geti nú ekki sýnt ykkur hinar eiginlegu baksviðsmyndir fyr en myndatakan fer í birtingu þá eru hér nokkrar af fólkinu á bakvið tjöldin:)

Elísabet Stílisti

Rósa María aðstoðar stílisti

Kjóll: Eyjafjallajökull frá E-Label
Gallavesti: Klippt gallaskyrta frá Rokk og Rósum

Ég keypti mína vél í Hans Petersen í Ármúla held hún hafi kostað um 1700 kr, mæli með þeim ef ykkur langar í aðeins öðruvísi myndir.

Erna Hrund

YSL

Skrifa Innlegg