Mig langar að segja ykkur frá nýjasta kinnaitnum mínum ég dýrka hann útaf lífinu og það er langt síðan ég hef tekið svona miklu ástfóstri við kinnalit. Eins og þið vitið eflaust þá er ég hrifin af kinnalitum og helst miklum kinnalit en samt dáldið náttúrulegum ég vil ekki kannski vera eins og trúður. Svo er það ljóminn sem ég elska en þessi litur sameinar þessi tvö atriði.
Kinnaliturinn er frá einu af mínum uppáhalds merkjum Josie Maran sem byggist upp á snyrtivörum sem eiga það sameiginlegt að innihalda Argan olíu. Mamma keypti litinn fyrir mig í Bandaríkjunum fyrir nokkru síðan og ég hef nánast notað hann á hverjum degi síðan þá. Reyndar sést ekki á túbunni þar sem það þarf lítið sem ekkert af honum – örlitla klípu.
Hér sjáið þið litinn á kinnunum mínum – ég setti hann líka á varirnar til að leyfa vörunum að tóna við kinnarnar. Það geri ég alltaf.
Liturinn er eiginlega bara eins og gloss, dáldið þéttur gloss eða frekar gel. Liturinn klessir ekki saman förðunarvörur á andlitinu sem eru fyrir. Ég set smá á vísifingur og doppa létt yfir epli kinnanna og aðeins uppá kinnbeinin.
Kinnaliturinn heitir Argan Infinity Lip and Cheek Creamy Oil í litnum Timless Coral. Ég verð að eignast fleiri liti í þessum kinnalit. Ég hef keypt vörur frá merkinu áður með hjálp eBay en þetta er það nýlegt merki og það fæst bara í USA að ég er ekki stressuð með eftirlíkingar. Ég hef reynt að versla í gegnum Sephora til að senda á frænku mína sem er búsett í USA en það hefur því miður ekki gengið…
Ég dýrka hversu frískleg húðin verður með litinn!
Ef þið eruð á leið til Bandaríkjanna eða þekkið einhvern sem er á leiðinni þangað eða á heima þar þá mæli ég eindregið með þessum lit – og bara Josie Maran vörunum öllum. Eitt besta snyrtivörumerki sem ég hef prófað!!
Josie Maran vörurnar fást t.d. í Spehora;)
EH
Skrifa Innlegg