fbpx

Litla mörgæsin mín <3

FallegtLífið MittMyndböndTinni & Tumi

Við þriggja manna fjölskyldan hófum daginn eldsnemma og skelltum okkur í sveitaferð ásamt vinum hans Tinna Snæs og foreldrum þeirra. Í ferðinni náði ég loksins að taka upp stórkostlega son minn sýna einn af fjölmörgu hæfileikum sínum.

Það fyrsta sem Tinni lærði var að herma eftir hestinum en hann segir gobbedígobb, næst var það kisan sem sagði fyrst kiskis en segir núna mjááá… – en næsta dýrið sem hann lærði að herma eftir var kannski dáldið sérstakt eða óvenjulegt að læra að herma eftir svona snemma :)

Þið sjáið Tinna Snæ herma eftir mörgæsinni hér…

Ég er svo ástfangin af þessum fallega dreng sem er sko alveg með það á hreinu hvernig mörgæsirnar labba – hann er ekki enn búinn að ná því hvað hundurinn eða lambið segir en þetta er hann með. Mér finnst svo gaman að fylgjast með honum uppgötva eitthvað nýtt og ég passa mig alltaf að hrósa honum fyrir það sem hann gerir til að hvetja hann áfram:)

Við Tinni Snær röltum oft saman eins og mörgæsir og vonandi höldum við því áfram um ókominn tíma.

Dásamlegur dagur í dag – ég sýni ykkur svo fleiri myndir úr sveitaferðinni á morgun.

EH

Leyndarmál Makeup Artistans: Að laga til mistök

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

  1. Sirra

    26. April 2014

    Snillingur! :D takk fyrir daginn :*

  2. Snædís Ósk

    28. April 2014

    Hahaha þetta er of sætt! :)