fbpx

Deluxe!

AugnskuggarÉg Mæli MeðFallegtLúkkMake Up StoreMakeup ArtistNáðu LúkkinuNýtt í snyrtibuddunni minni

Ég splæsti í sjálfa mig nokkrum ómissandi vörum – að mínu mati – í Make Up Store á ferð minni um Smáralind fyrir einhverjum dögum síðan. Ég keypti þrjár vörur úr nýju vorlínunni frá merkinu sem heitir Deluxe. Ég var búin að heyra ótrúlega góða hluti um vörurnar í línunni og ég varð ekki fyrir vonbrigðum.

En auk þriggja augnskugga úr Deluxe línunni keypti ég varalit sem ég hef lengi ætlað að eignast frá merkinu. Varaliturinn er nú ekki partur af Deluxe línunni en mér fannst hann bara smellpassa við þessa fallegu liti. Ég ákvað að fá innblástur frá litunum sjálfum og frá mýktinni og búa til fallega og einfalda augnförðun sem þið sjáið á myndunum hér fyrir neðan. Förðunina var ég líka með á föstudagskvöldið síðasta sem ég sýndi ykkur HÉR en þá varð ljósari varalitur fyrir valinu. deluxe deluxe2Hér sjáið þið svo vörurnar sem ég notaði í förðunina og fyrir neðan myndina er smá lýsing á augnförðuninni.deluxe6Ég byrjaði á því að nota ljósa augnskuggann – CAVA – og setti hann á innri helming augnloksins. Ég setti líka nóg af augnskugganum í kringum innri aungkrókinn því ég vildi hafa mikinn ljóma þar og aðeins meðfram neðri augnhárunum. Svo tók ég dekkri augnskuggann –  BEAVER – og setti hann á ytri helming augnloksins og meðfram neðri aunghárunum og blandaði ljósa og dökka litnum saman með blöndunarbursta. Loks mýkti ég áferðina á aungskuggunum með þessu dýrðlega Eyedusti –  UMBER – og gaf augnförðuninni passlega sanseringu, meiri mýkt og meiri dulúð.

Við augnförðunina notaði ég nýja þykkingarmaskarann frá Make Up Store  sem heitir Volume Mascara og ég hef fjallað um HÉR.
deluxe5Loks bar ég varalitinn á varirnar, hann heitir Black Orchid og er með kremaðri áferð. Mjög fallegur litur sem er fullkominn viðbót í safnið mitt. Eina sem ég get gagnrýnt er að liturinn var ekki alveg nógu þéttur svo ég þurfti aðeins að vinna hann til að jafna áferðina en ég hefði getað komist hjá því með að grunna varirnar með hyljara eða auðvitað varablýanti :)deluxe4Það verður að sjálfsögðu nóg um að vera í Make Up Store í Smáralindinni á morgun en ég segi ykkur allt um tilboðin og óskalistann minn í nokkuð langri færslu á morgun.

EH

Mótun andlitsins - sýnikennsluvideo

Skrifa Innlegg

4 Skilaboð

  1. Anna Davíðsdóttir

    20. March 2014

    Hvar fær maður svona fínt varalitabox sem er í bakgrunni :)?