fbpx

Andlit merkjanna framhald

Fræga FólkiðLancomelorealmakeup

Ég vona að þið munið nú eftir því en í fyrsta tölublaði Reykjavík Makeup Journal heill myndaþáttur sem var tileinkaður andlitum snyrtivörumerkja. Þetta efni var mjög vinsælt og því datt mér í hug að helga reglulega færslu hér inná síðunni þessu efni. Undanfarið hefur margt gerst í heimi andlitanna en sífellt fara af stað nýjar herferðir og ný andlit eru kynnt til sögunnar.

Chris Pine fyrir Armani

Nýji tengdasonur Íslands (er það ekki annars heitið sem allir frægir kærastar íslenskra kvenna fá:)) Chris Pine sem er þekktur fyrir leik sinn í nýju Star Trek myndunum er nýtt andlit herrailmanna frá Giorgio Armani, Armani Code. Núna í vor munum við sjá Chris sitja fyrir í nýrri herferð frá merkinu en sjálfur segir Hr. Armani að Chris sé fullkominn í hlutverkið.

„Chris perfectly embodies the brand’s spirit with his strong charisma and natural elegance. Besodes revealing great talent, high versatility and the right amount of irony on set, his magnetic charm makes him the ideal match for this fragrance“
– Giorgio ArmaniChris Pine © Brigitte Lacombe

Ryan Reynolds fyrir L’Oreal

Yfir í annan herramann en það er ekki langt síðan ég sgði frá því að Blake Lively væri nýtt andlit hjá L’Oreal. Nú fylgir eiginmaður hennar í fótspor hennar en Ryan Reynolds var kynntur sem andlit merkisins í febrúar. Leikarinn verður andlit Men Expert herrasnyrtivaranna og fylgir þar með í fótspor ekki minna merkari manna en Gerard Butler, Hugh Laurie og Patrick Dempsey. Men Expert vörurnar eru herrasnyrtivörurnar frá merkinu og þær fást að sjálfsögðu hér á Íslandi. Línan inniheldur allt það helsta sem karlmenn þurfa á að halda eins og hreinsa, rakakrem og after shave vörur – já karlar þurfa líka að hugsa vel um húðina!

„I feel honored and excited to join Men Expert, a brand that represents the essence of modernity, edginess and technology.“
– Ryan Reynolds

ryan-reynolds-photos-0001Lily Collins fyrir Lancome

Margar af fallegustu konum heims eru andlit Lancome en þar eru meðal annar leikkonur eins og Kate Winslet, Julia Roberts og Emma Watson á skrá. Leikkonan Lily Collins situr þó fyrir í herferð vorlínunnar frá merkinu sem er nú fáanleg í verslunum á Íslandi. Lily var kynnt til leiks sem eitt af andlitum merkisins í lok síðasta árs en vorherferðin er held ég eitt af hennar fyrstu verkefnum fyrir merkið ef hún er ekki bara fyrsta verkefnið hennar. Hún er ein af yngstu konunum til að landa samning við Lancome en maður skilur nú alveg afhverju þau vildu fá hana. Lily að mínu mati er ofboðslega falleg ung kona og ég elska augabrúnirnar hennar sem eru svo villtar og flottar – æðisleg fegurðarfyrirmynd ;)

Vorlínan frá merkinu nefnist French Ballerina og ég segi ykkur betur frá henni á næstu dögum. Þetta á allt saman mjög vel við – það er að Lily sé andlit þessarar línu þar sem amma hennar var ballerína.

„I have always admired the brand’s unique and distinctive appreciation for inner beauty and grace, elegance and utter radiance. I feel incredibly lucky to be included among the most inspirational women ambassadresses for one of the most prestigious brands in the world. It’s truly a dream come true.“
– Lily Collins

640_lily_collins_lancome

Emma Stone fyrir Revlon

Revlon er merki sem fæst því miður ekki af mér vitandi á Íslandi – alla vega ekki í sölu í snyrtivöruverslunum. Engu að síður er þetta alveg ótrúlega skemmtilegt merki og ég hef alveg pantað mér vörur frá þeim. Ástæða þess að mig langar að skrifa um Emmu Stone og hennar samstarf með merkinu er vegna nýlegrar herferðar sem hún situr í fyrir nýjung sem eru varalitablýantar með bæði glans og mattri áferð. Auglýsinguna sé ég reglulega í Hulu (ég elska Netflix og Hulu!) og ég er hrikalega spennt að prófa blýantana sem ég ætla að plata tvö góð til að taka með sér heim frá ferð til USA á næstunni. Emma hefur verið andlit Revlon frá árinu 2011 en hún og leikkonan Olivia Wilde voru kynntar til leiks á sama tíma. Emma hefur setið fyrir í fjöldanum öllum af herferðum og m.a. hefur hún setið fyrir ásamt móður sinni í herferð fyrir Revlon til að vekja athygli á brjóstakrabbameini.

Það er mikið um blöðrur í auglýsingunni bæði með mattri og glansandi áferð sem endurspegla því úrvalið sem er á varalitablýöntunum sem nefnast ColorBurst Lip Crayon.emma-stone-revlon-balloons-2-1Ég hef svo gaman af því að fylgjast með fréttum úr snyrtivöruheiminum og ég vona að þið hafið líka gaman af því!

EH

Annað Dress: Lúðurinn

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hófí

    26. February 2014

    Er þetta ekki Emma Stone fyrir Revlon?