Heppnin var með mér í heimsókn minni á Íslandi þegar ég fann fallega vintage Prada tösku í Basarnum, nytjamarkaði í Austurveri. Mér finnst ótrúlega gaman taka hring inn í second-hand búðum & hvað þá þegar maður dettur á leyndan fjársjóð! Það var sem einmitt málið þegar ég fann þessa vintage Prada tösku eftir að hafa verið búin að skanna alla verslunina. Taskan fékk að sjálfsögðu að fylgja með mér heim & kostaði aðeins 700 krónur – já, þið lásuð rétt 700!!
Annað áhugavert sem ég fann í versluninni voru t.d. tveir Burberry bolir & það voru einmitt þeir sem fengu mig til að grandskoða verslunina svona vel, ég fann það á mér að eitthvað verðmætt væri þar að finna.
Ég hef áður deilt svipaðari færslu með ykkur hér á Trendnet en það var þegar ég datt í lukkupottinum & fann vintage Fendi Baguette á sirka 13.500 kr. Fyrir áhugasama má finna þá færslu hér –
Þegar maður finnur vintage tösku þá er auðvitað mjög mikilvægt að skoða hana vel & ganga úr skugga um að ekki sé um eftirlíkingu að ræða. Þar sem ekkert ábyrgðarskirteini (e.warranty card) fylgdi með töskunni þá fór ég strax að skoða saumana, efnið, rennilás & önnur smáatriði. Hægt er að finna góðar lýsingar á netinu um það hvernig maður þekkir muninn á ekta & eftirlíkinum og má t.d. nálgast upplýsingar hér. Það er mér mikið hjartans mál að versla ekki eftirlíkingar & virða þannig hönnun, vinnu & gæði vörumerkja. Þá mætti einnig segja að maður sé að hjálpa til við fjármögnun á vafasamri starfsemi með slíkum kaupum – með tilliti til vinnuaðstæðna, umhverfisáhrifa & almennrar glæpastarfsemi (bendi á grein frá bbc til stuðnings – hér).
Ég læt fylgja með flóð af myndum af fallegu nýju töskunni sem ég er yfir mig ánægð með!
Skrifa Innlegg