Góðan daginn kæru Trendnet lesendur,
Ég vil afsaka bloggleysið en ég er á smá ferðalagi um Ítalíu, ég ætlaði að vera voðalega dugleg að blogga en það hefur lítill sem enginn tími gefist í það og þar að auki hefur netið ekki verið að leika með okkur .. sem er reyndar góð tilbreyting sem ég væri alveg til í að tileinka mér.
Eins og er er ég stödd í yndislegu húsi í Tuscany héraðinu á Ítalíu, þegar þessi færsla er skrifuð sit ég úti á verönd í 35° gráðum og vildi ég óska þess að vera hér að eilífu – hér er bara ró og næði.
Í júní kom fjölskyldan til okkar Emmu til Milan og ferðuðumst við saman til Sikileyjar. Við fjölskyldan þekkjum fáa sem hafa komið til Sikileyjar og vissum því lítið við hverju við mættum búast. Leiðin að húsinu var ævintýri líkust. Við okkur blöstu hálf kláruð og jafnvel yfirgefin hús. En að lokum enduðum við í fallegu húsi í miðri sveit. Við gistum á gistiheimilinu Le Chiuse di Guadagna, sem ég verð að mæla með en fyrir áhugasama er hægt að skoða það hér. Það er staðsett rétt fyrir utan borgina Modica á suður Sikiley. Þessi partur af eyjunni einkennist af miklum þurrki en það er lítið um grænt þar í kring. Aftur á móti er landslagið mjög fallegt og eitthvað sem maður hefur aldrei kynnst. Svo þarf varla að minnast á bragðgóða matinn en þar sem að við vorum 18 saman þá elduðum við oft heima og nýttum okkur fersk ítölsk hráefni í tætlur. Það jafnast ekkert á við ítölsku tómatana og hvað þá kryddin sem við týndum í bakgarðinum, ég gæti auðveldlega lifað á þessum einfalda en góða mat.
En þar sem myndir segja meira en þúsund orð þá læt ég hér nokkrar vel valdnar fylgja með.
Í næstu færslu mun ég fjalla um Tuscany og hlakka ég mikið til að deila með ykkur fleiri myndum.
Þangað til vil ég benda ykkur á Instagram aðganginn minn en ég reyni að vera dugleg þar!
Takk fyrir að lesa og þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann
Skrifa Innlegg