fbpx

OUTFIT POST

NÝTTOUTFITSUMMER

Góða kvöldið kæru lesendur,

Mig langar að deila með ykkur outfitinu sem ég klæddist í kvöld. Mér hlotnaðist sá heiður að vera valin sem meðlimur af svokölluðum samfélagsmiðla hóp fyrir hönd Istituto Marangoni, sem er háskólinn minn hér í Milano. Það var haldin risastór tískusýning fyrir útskriftarnemendur af fatahönnunarbrautinni, sýningin var haldin í Teatro Del Verme sem er mjög fallegt leikhús í miðborginni. Leikhúsið var byggt árið 1872 og er ákaflega heillandi – eins og flest önnur gömul ítölsk húsnæði.

En að því sem ég klæddist, ég er nýbúin að kaupa mér þennan fína samfesting sem er fullkominn fyrir sumarið. Hann er frá merkinu Y.A.S. og býst ég við að nota hann heilan helling á næstu mánuðum!
Hér fylgja nokkrar myndir, þið verðið að afsaka sólargretturnar ..Samfestingur – Y.A.S.
Skór – ZARA
Taska – PRADA

Takk fyrir að lesa og þangað til næst,
Anna S. Bergmann x
Instagram: annasbergmann

 

NÝJAR STUTTBUXUR FYRIR SUMARIÐ

Skrifa Innlegg