fbpx

NÝJAR STUTTBUXUR FYRIR SUMARIÐ

ANNA MÆLIR MEÐNÝTTSUMMER

Góða kvöldið kæru lesendur,

Ég vil byrja á því að þakka Trendnet fjölskyldunni fyrir að bjóða mig velkomna og fyrir vægast sagt frábærar undantektir eftir að ég deildi minni fyrstu færslu í gær. Það er yndislegt þegar fólkið í kringum mann samgleðst og er stolt af manni – fyrir mér er það ansi dýrmætt.

Í þessari færslu ætla ég að deila með ykkur flík sem ég í rauninni keypti í algjöru flýti, ég var handviss um að ég myndi enda á því að skila þeim. Það lítur allt út fyrir að þetta sé ein bestu kaup sem ég hef gert og því finnst mér það vera skylda mín að deila með ykkur! Um er að ræða svokallaðar ‘tailored bermuda’ stuttbuxur. Sniðið á þeim er fallegt og síddin passleg, þær eru alls ekki of stuttar eins og svo margar stuttbuxur geta verið. Mér hefur aldrei þótt gallastuttbuxur þægilegar og eru þessar því fullkomnar fyrir komandi mánuði. Í lok maí fór hitinn hér í Milano upp úr öllum völdum og hef ég því ekki getað verið í síðbuxum síðan, en það er nú varla eitthvað til þess að kvarta yfir.. Einnig hefur það varla farið framhjá neinum hversu yndislegt veður er á Íslandi, ég held áfram að senda ykkur sól og hita yfir hafið!

Ég læt hér nokkrar myndir fylgja en ég sé fram á að geta notað þær ansi mikið í sumar, bæði við stuttermaboli og ‘poppa’ þær upp með sætri blússu eins og hér að neðan.


Stuttbuxur : Zara
Blússa :
Zara

Takk fyrir að lesa og þangað til næst x
Anna Bergmann

IG : annasbergmann

 

HALLÓ TRENDNET

Skrifa Innlegg