fbpx

NÝR ILMUR FRÁ MARC JACOBS: DAISY EU SO FRESH KISS

Förðun

Ég var svo ótrúlega heppin á dögunum að fá að gjöf nýjan ilm frá tískurisanum Marc Jacobs, ilmurinn er einn af þremur ilmum í nýrri línu en minn ber heitið Daisy Eau So Fresh Kiss.

Ég hef í gegnum tíðina ekki fundið mig í „Daisy“ ilmunum enda held ég að flestir séu sammála mér með það að ilmirnir eru mjög sérstakir (á góðan hátt) einkennandi & fallegir en ilmurinn er yfirleitt þungur, kryddaður með smá blómakeim blandað, er ég nálægt? Allavega þá hef ég ekki fundið MINN Daisy hingað til, en þegar ég fékk þessa flösku var ég svo hrikalega glöð því þetta er minn! Hann er einstaklega ferskur & léttur & ég hætti að finna lyktina af honum örfáum sekúndum eftir að ég setti hana á mig sem þýðir það að hann fer mér (smá ilmvatnstips)

2017-02-22_09-47-49

Innihaldsefnin í Daisy Eau So Fresh Kiss: 

TOP – Mandarin Leaves 

MID – Cherry Blossom Petals 

BASE – White Wood 

Þetta er ilmurinn minn, hljómar stórkostlega ekki satt? Í línunni eru þrír ilmir, Daisy Kiss, Daisy Eau so fresh Kiss og Daisy Dream Kiss og allir eru þeir limited edition en glösin eru einstaklega lifandi, fallega bleik & mjög áberandi. Ég hef alltaf verið hrifin af ilmvatnsglösunum sem fylgja þessu nafni & finnst þau algjört stofustáss, ég stilli þeim allavega stolt upp inni á baðherberginu mínu sem algjöru konfekti fyrir augað.

Ilmirnir eru mættir í Hagkaup svo nú er bara að finna rétta ilminn & finna sinn! xx

2017-02-22_09-48-06 2017-02-22_09-48-28
………………………………………………………………………………………………………………………………………………………

Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx

MEISTARAMÁNUÐUR: AÐ BYRJA AÐ HLAUPA

Skrifa Innlegg