Vöruna fékk ég að gjöf, það hefur þó engin áhrif á það hvað mér finnst um vöruna enda ræð ég algjörlega hvað ég skrifa um & skrifa ekki um neitt sem að mér líkar ekki við. Ég vil deila með ykkur sniðugum hlutum sem að mér líkar við & gagnast mér með von um að það geri það líka fyrir ykkur kæru lesendur xx
Játning! Ég er algjör maskaraperri, ég á mjög erfitt með að verða ástfangin af maskara & þó svo að ég vilji ólm finna hinn fullkomna er ég alltaf hikandi við að kaupa mér endalaust magn af þessu þar sem að ég lendi svo ofboðslega oft í því að verða fyrir vonbrigðum. Ég verð því alltaf himinlifandi ef að ég finn maskara sem að mér finnst gera eitthvað fyrir augnhárin mín sem að ég hef aldrei verið neitt sérstaklega ánægð með. Ég er ástfangin & ég er ekki að ýkja… Miss Hippie, Mega Volume maskarinn frá L’Oreal er ástin í lífi mínu í augnablikinu! (fyrir utan auðvitað barnið mitt & kærastann) En vá þessi maskari er magnaður, nú er ég búin að prófa hann í 2 vikur og hann er ennþá jafn fullkominn & þegar ég prófaði hann fyrst. Hann þykkir, lengir & svertir í einni stroku & burstinn er einn sá allra girnilegasti sem að ég hef séð. Hann hentar bæði vel fyrir efri & neðri augnhár & burstinn er gæddur einstakri formúlu (kaleidoscopic bristles) sem að þykkir augnhárin þín með hverju laginu á fætur öðru, magnað! Hann fæst líka í vatnsheldu, en ég hrifnari af möskurum sem eru ekki vatnsheldir…
Þetta er eitthvað sem að ég mæli svo sannarlega með, staðfest sá besti sem að ég hef prófað hingað til & ég varð að deila honum með ykkur kæru lesendur, leyfi myndunum að tala!
Choker: ShopKingSassy!
Þið finnið mig á Instagram & Snapchat undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg