Ég er Essie naglalakkasjúk eins & hefur oft komið fram. Mér finnst lökkin með magnað litaúrval, þau endast vel, það er þæginlegt að setja þau á og jafn þæginlegt að taka þau af, a.k.a. fullkomin að mínu mati, en þegar að ég hélt að ég gæti ekki verið sáttari með naglalakksformúlu þá mættu nýju lökkin hjá Essie til leiks, Gel Couture lökkin. Þetta eru naglalökk sem koma ekki í staðinn fyrir klassísku Essie lökkin heldur bætast bara við sem ný lína af lökkum, formúlan er þannig gerð að naglalökkin notuð með yfirlakkinu gefa svokallaða gel áferð sem líkist þeirri sem við fáum á stofu, endingin er allt að tvær vikur án þess að það flagni eða brotni uppúr lökkunum, ég ELSKA þau. Ég er búin að prófa nokkur og ég verð að segja að þau eru ofboðslega falleg öll með tölu, en eitt lakk stendur uppúr og er algjörlega orðið mitt „go to“ lakk þessa dagana. Það heitir „Take Me To Thread“ og er fallega gráfjólublátt, passar svo fallega við húðlit og er algjörlega klassískt á litinn. Mér finnst það passa við allt og er klárlega uppáhalds í augnablikinu….
Gel Couture lökkin fást á völdum sölustöðum Essie, en þeir eru meðal annars Hagkaup, Lyfja, Lyf&Heilsa og Kjólar&Konfekt <3
**Hér er lakkið ásamt top-coatinu, með flassi og án flass**
Liturinn er ómótsæðilega fallegur xx
Gellökkin eru svo flott, og hönnunin á flöskunum er ótrúlega smart! xx
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg