Þetta þykir mér spennandi!
Í dag, fimmtudaginn 22.september kynnir 66°N glæsilegt samstarf sitt við danska merkið Soulland, en samstarfið er liður í að fagna 90 ára afmæli 66, en Elísabet sagði okkur einmitt frá þessu um daginn.
Samstarfið er mjög nett að mínu mati en Soulland eru þekktir fyrir skyrtur og annan tískufatnað svo að þetta er skemmtilegt tvist að fara yfir í 66°N fílinginn. Um er að ræða fjóra jakka sem byggðir eru á tæknilegustu jökkum 66°Norður með tilvísun í sjóstakkinn & klæðskerasaum Soulland, hljómar vel ekki satt?
Að mínu mati er samstarfið frábært dæmi um hvernig 66°N er stöðugt að þróast & þessi samstarfsverkefni með hinum ýmsu tískuhönnuðum eru einstaklega heillandi. 66 hefur áður unnið með hönnuðum eins og JÖR en þeir reka tvær verslanir í Kaupmannahöfn eins & er, er því ekki tilvalið að fara í samstarf með dönskum hönnuði? Það finnst mér allavega…
66°Norður og Soulland munu kynna samstarf sitt í versluninni Harvey Nichols í London í dag eins & áður segir & fara jakkarnir í sölu í völdum verslunum í kjölfarið, þar má nefna 66°N, Soulland & fjölda verslana erlendis eins & Bloomingdale´s, Harvey Nichols, Collette svo einhverjar
séu nefndar.
ppssst……takmarkað magn fer í sölu í verslun 66 á Laugaveginum á morgun, ég er spennt….
Þið finnið mig á Snapchat & Instagram undir:
steinunne
xx
Skrifa Innlegg