fbpx

OUR BATHROOM DETAILS

HEIMAHEIMILIINSTAGRAM

Jæja núna er skreytingum á baðherberginu uppi lokið, í bili allavega! Við eigum reyndar eftir að hengja upp allar myndir á veggi í húsinu og ég væri alveg til í eina viðeigandi mynd inn á einn vegg á baðherberginu… er með eitt quote í huga sem ég kannski skelli bara inn í word og prenta út.

img_8789

Nauðsynlegt að setja svona hillu á baðkarið fyrir hinar ýmsu smávörur, hún nýtist jú líka fyrir rauðvínsglasið þegar gera á vel við sig!

img_8827

img_8828

Ég pantaði þessar ilmstangir frá Vigt svona meira til að skreyta með, þar sem mér finnst umbúðirnar ótrúlega flottar og stílhreinar.. en lyktin af þeim, maður minn hún er dásamleg. Ég er með ilmin Okkar 1.

img_8829

Tinna smíðaði hjarta handa mér.. hvað er fallegra en að skreyta með listaverkum barnanna

img_8808Þórunn hjá Multi by Multi fylgdist með framkvæmdunum okkar á Snapchat og sendi okkur þessa mega fallegu kaktusa að gjöf.. þeir smellpassa inn í svörtu stemninguna. Kaktusarnir eru komnir í allmenna sölu!

 

En eru þið að grínast hvað það er mikill lúxus að hafa baðkar, ég kunni reyndar ekkert mjög vel að meta það þegar ég eignaðist mína fyrstu íbúð 21 árs, þá hugsaði ég baðkarið meira fyrir Viktoríu sem þá var nýfædd. En staðan er önnur í dag – baðsalt í vatnið, hárið í snúð, rautt í glas, kertaljós og tímaritalestur.. jú þannig var staðan hjá mér í gærkvöldi!

img_8824

Þið finnið mig á Instagram – @hrefnadan

HDan

FERMING VIKTORÍU

HUGMYNDIRINNBLÁSTURPERSÓNULEGT

Viktoría mín fermdist síðasta sunnudag og mikið rosalega er gaman að ferma barnið sitt… mjög fullorðins fannst okkur Palla en um leið svo ótrúlega skemmtilegt. Það var svo magnað að eiga þennan dag með henni og sjá hvað hún naut sín vel, hún var svo þakklát og ánægð með allt saman.

Veislan var algjörlega eins og Viktoría vildi hafa hana, skreytingar einfaldar og stílhreinar og þema litirnir svartur, ljósbleikur og hvítur með dass af marmara. Maturinn var með mexíkósku ívafi sem er með því betra sem Viktoría fær. Kökurnar sem var boðið upp á eftir matinn voru kransakaka sem við mæðgur gerðum saman á námskeiði hjá föðurömmu hennar, föðuramman gerði svo kransatoppa, móðuramman útbjó Rice Krispies kransaköku og bita, mágkona mín gerði fermingarkökuna sem var með þeim fallegri kökum sem ég hef augum litið – súkkulaðikaka með smjörkremi. Einnig vorum við með makkarónur sem við pöntuðum hjá Lindu Ben, meira HÉR. Við vorum með þrjár tegundir af makkarónum – ljós bleikar með vanillu fyllingu, svartar með lakkrís fyllingu og hvítar með saltkaramellu fyllingu.

 

img_7584

Borðskreytingarnar voru einfaldar og stílhreinar. Afskorin blóm, þykkblöðungar, krukkur skreyttar með blúndu, smá nammi og marmara servíettur og borðrenningar. Við fengum allar servíettur, borðrenninga og kerti að gjöf frá Ölgerðinni – en ég veit að þið getið fengið þessar ótrúlega fallegu marmara vörur í Stórkaup í Skeifunni

img_7588

img_7606

Fermingarbarnið klárt í daginn.

img_7786

Sara og Tinna, sem rífast alla daga eins og góðum systrum sæmir en elska líka hvor aðra ofur heitt

img_7809

Tinna

img_7699

Fermd!

5

Helena vinkona sá um að hárið

img_7697

Ömmurnar tvær klæddu sig í sitt fínasta púss, peysuföt og upphlut í athöfninni og mikið voru þær fínar

img_7194Mæðgur

6

Mexíkó fiesta að ósk fermingarbarnsins. Ein últra mega dugleg vinkona okkar sá um allan matinn sem sló rækilega í gegn.. lasagne, nachos skál, guacamole, snakk, salsasósa, brauð og allskonar gúmmelaði. Bragðlaukarnir dönsuðu af gleði!!

img_7776

Maríanna mágkona mín og kökusnillingur bakaði fermingarkökuna og VÁ get ég sagt ykkur.. hún er ekki bara falleg, hún var líka mega bragðgóð.

img_7789

Makkarónur frá Lindu Ben… mæli svoo eindregið með henni, finnið meira um þessar dásamlegu makkarónur HÉR.

img_7891

9Stoltir foreldrar og fermingarbarnið

img_7827

Afgangaát út vikuna.. ég tek það á mig!

 

Ef þið hafið einhverjar spurningar tengdar þessu, þá ekki hika við að hafa samband.

 

HDan

HEIÐARBRAUT – FYRIR & EFTIR

HEIMAHEIMILIPERSÓNULEGT

Jæja ég held það sé alveg komin tími á fyrir og eftir blogg af nýja húsinu okkar sem ég hef jú gefið ykkur smá innsýn í hérna á blogginu.

Við fluttum inn laugardaginn 11. mars og erum búin að koma okkur mjög vel fyrir, hérna líður okkur öllum rosalega vel og mér finnst eiginlega pínulítið eins og ég hafi alltaf búið hérna. Það eru nokkur smáatriði ókláruð en það er líka bara gott mál, maður þarf ekki að gera allt í einu. Okkur langar líka að finna okkur aðeins betur í húsinu áður en við hengjum upp allar myndir, platta og annað slíkt.

Viðbrögðin við þessum framkvæmdum okkar voru hreint út sagt frábær, mjög margir fylgdust með “í beinni” á snapchat og ansi margir ráku reglulega inn nefið og fylgdust með. Ég var líka mjög dugleg og er reyndar enn að setja inn myndir af heimilinu okkar á Instagram.. @hrefnadan .

 

Baðherbergið fyrir & eftir

Inni á baðherbergi tókum við innréttinguna, spegilinn og ljósin sem fyrir voru niður. Við settum inn skáp sem ég fann í Ikea sem er ekki ætlaður inn á baðherbergi, mér fannst hann bara smellpassa inn í hugmyndina að hönnuninni á rýminu. Palli og vinnufélagi hans söguðu svo skápinn til svo hægt væri að setja handlaugina ofan á hann og koma fyrir lögnunum. Dúkurinn var málaður svartur sem og framan á baðkarið og veggurinn þar fyrir ofan. Það kom aldrei neitt annað til greina en að setja hringspegil þarna inn og við völdum þennan frá Ikea, veggljósið er frá Brauhaus.

img_6233
img_7508

 

Eldhúsið fyrir & eftir

Í eldhúsinu fórum við í mestar breytingar, þar brutum við niður skápa, tókum út eldavélina, viftuna og vaskinn. Við brutum niður flísarnar á milli, tókum borðplötuna og skrúfuðum höldurnar af öllum skápum. Því næst tókum við allar skápahurðarnar af og filmuðum framhliðina á þeim ( eða réttara sagt filmaði meistarinn Eyþór Óli fyrir okkur), máluðum svo kantana og bakhliðarnar með svartri akrýlmálningu. Sett var ný borðplata og keypt inn ný tæki, nýr vaskur og blöndunartæki. Höldurnar keyptum við í Ikea og ég spreyjaði þær mattar svartar með Montana spreyji. Punktinn yfir i-ið setur svo veggljósið sem við settum upp sem vinnulýsingu.

img_7369

img_7390

img_7367

img_7364

 

Stofan fyrir & eftir

Í stofunni skrúfuðum við niður allar gardínustangir, máluðum sólbekkina hvíta og gluggana. Veggina í stofunni og borðstofunni máluðum við með litnum Nóvember frá Slippfélaginu. Við settum líka rósettur í loftinu í þessum rýmum. Við parketlögðum nýtt parket yfir það sem fyrir var.

Með því að mála veggina í dökkum lit drógum við fram fallegu smáatriðin sem skrautlistarnir eru.

img_7370

img_7296

 

Forstofan fyrir & eftir

Í forstofunni lögðum við parket yfir flísarnar, eins og við gerðum líka í eldhúsinu, stofunni og borðstofunni. Parketið sem við völdum okkur heitir Colorado Oak og við fengum það hjá Byko. Við máluðum alla veggi (að undanskildum stofunnni og borðstofunni) í húsinu með litnum Rut Kára frá Slippfélaginu og loftin máluðum við með Arkitektarhvítum einnig frá Slippfélaginu.

img_7371

img_7366

 

Svefnherbergið okkar fyrir & eftir

Í svefnherberginu máluðum við veggi og loft og settum rósettu í loftið

img_6464

img_7272

 

Borðstofan fyrir & eftir

Í borðstofunni tókum við niður gardínustöngina og máluðum veggina með litnum Nóvember eins og ég talaði um áður og parketlögðum. Einnig settum við rósettu í loftið þar.

img_6284

img_7404

img_7808

 

Framkvæmdirnar gengu ótrúlega vel og eins og ég hef talað um á öðrum miðlum þá er Palli hetjan mín, hann var algjörlega vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar og stóð sig alveg hreint frábærlega. Árangurinn lætur ekki á sér standa og útkoman er draumi líkust, við erum í sæluvímu með þetta allt saman og okkur líður öllum ótrúlega vel hérna.

Við fengum líka heilmikla hjálp frá frábæru fólki og erum þeim sem ótrúlega þakklát, við eigum sko aldeilis góða og yndislega fagmenn að. Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum sem við leituðum til og það er svo magnað!!

Við versluðum alla okkar málningu og allt sem málningarvinnunni tengdist í Bresabúð hérna á Akranesi og það sem þeir nenntu að elta vitleysuna í mér. Ég er jú ekki auðveldur kúnni alltaf hreint og vildi stundum fara aðeins flóknari leiðir og gera eitthvað sem kannski ekki allir vilja gera. En alltaf gerðu þeir allt og betur en það.. ég mæli 100 % með þeim öllum félögum í Bresabúð!

– Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita um framkvæmdirnar, einhverjar spurningar sem kvikna hjá ykkur þá endilega sendið á mig. Ég reyni eftir fremsta megni að svara.

 

HDan

MY NEW HOME – PART II

HEIMAHEIMILIHUGMYNDIRPERSÓNULEGT

Ég vil bara byrja á að þakka ykkur sem fylgdust með mér á Instagram stories hjá @trendnetis í gær samfylgdina, ég fékk mjög góðar viðtökur og hafði mikið gaman af.

Jú ég var sem sagt með take over á Instagram stories og leyfði fólki að skyggnast á bakvið tjöldin í nýja húsinu, sýndi fallegu smáatriðin sem leynast víða, sagði aðeins frá framkvæmdunum og fór hústúr þar sem ég sýndi frá hverju rými. Einnig kíkti ég við á mínum uppáhalds antíkmarkað sem er jú bara staðsettur rétt hjá nýja húsinu, nánar tiltekið á Heiðarbraut 33.

En aftur að húsinu okkar, því þar hefur jú mikið gerst síðustu daga. Páll er búin að standa sig svo ótrúlega vel, hann er algjörlega vakin og sofin yfir þessu verkefni okkar og ykkur að segja þá er hann hetjan mín. Hann vinnur fullan vinnudag, fer beint á fótboltaæfingar, borðar smá og beint upp í hús og þar er hann fram til miðnættis. Árangur þessarar miklu vinnu er líka svo að skila sér og eins og staðan er í dag á Heiðarbrautinni þá stefnum við á að flytja inn á fimmtudaginn. Ég spring úr spennu!!

Ég ætla að að koma með fyrir og eftir póst af húsinu þegar við erum flutt inn og búin að koma okkur fyrir, en núna ætla ég að láta nægja að sýna ykkur nokkrar myndir…

img_6976

img_6979

Við máluðum handriðið svart og það kemur mega vel út – gerir ótrúlega mikið fyrir rýmið

img_6790

Þarna leynast svalir drauma minna – mig hefur dreymt það í mörg ár að hafa svalir út af svefnherberginu og sá draumur rætist á Heiðarbrautinni

img_6985

Veggirnir í stofunni og borðstofunni voru allir málið gráir, okkur langaði að draga fram fallegu smátriðin í rýminu og það tókst – liturinn heitir Nóvember og er frá Slippfélaginu, við fengum okkur í Bresabúð á Akranesi þar sem við versluðum alla okkar málningu

img_7036

Rósettur gera gæfumuninn finnst mér

img_6868

img_6843

Ég er aðeins byrjuð að skreyta heimilið, bara smá!

 

img_7065

Við tókum þá ákvörðun að mála dúkinn upp á baði svartan og útkoman er þessi, það á reyndar eftir að mála hvíta listann þegar þessi mynd er tekin – ég fór yfir þetta ferli og sagði frá efnunum sem við notuðum á snapchat í gær

img_7054

Gömul eldhúsinnrétting fær nýtt líf – við ákváðum að fá okkur svarta innréttingu og fyrsta hugsun var að filma allar hurðar í bak og fyrir en svo fengum við brilljant hugmynd. Við ákváðum að mála bakhliðar og kanta með svartri akrýl málningu (sömu málningu og við notuðum á handriðið) og þá kemur bara filma á framhliðina. Töluvert auðveldara og kemur ótrúlega vel út.

 

Eins og ég sagði ykkur áður þá er ég með opið snapchat (hrefnadan) þar sem ég leyfi fólki að fylgjast með framkvæmdunum og á Instagram @hrefnadan set ég mjög reglulega inn myndir frá húsinu.

En næst þegar ég blogga verður það vonandi í vinnuaðstöðunni minni í nýja húsinu x

 

HDan

MY NEW HOME – DETAILS

HEIMAHEIMILIINSTAGRAMPERSÓNULEGT

Jæja við erum komin með lyklana af Heiðarbrautinni í hendurnar og þar er allt á fullu spani. Við erum búin að brjóta niður innréttingar, rífa niður hillur, skápa, gardínur, gardínustangir, veggfóður og margt fleira. En við erum svo sem ekkert að gera húsið fokhelt, við erum meira bara að gera það að okkar. Þessa dagana er verið að sparsla neðri hæðina og mála efri hæðina.

Ég hef aðeins verið að leyfa fólki að fá innsýn í ferlið á snapchat (hrefnadan) og vá undirtektirnar hafa verið frábærar inni á þeim miðli. Okkur finnst það ákveðin hvatning fyrir okkur að leyfa öðrum að fylgjast með og svo er alls ekki verra að fá pælingar og pepp frá fólkinu sem fylgist með.

Ég hef líka síðustu daga verið að setja inn myndir á Instagram (@hrefnadan) .. húsið er yfirfullt af fallegum detail-um sem heilla augað og ég elska að mynda þá. Ég er búin að mynda marga þeirra frá fleiru en einu sjónarhorni, enda algjör detail-a perri. Þessar myndir að neðan eru af Instagram…..

img_6181

Skrautlistinn í loftinu í stofunni – hann var steyptur í loftið í kringum 1960, húsið er byggt 1956

img_6298

Hringgluggi við stigann

img_6284

Allt út um allt – þetta er opið inn í forstofuna og þar ætlum við að setja gerefti í kringum

img_6386

Gluggarnir í herbergjum Viktoríu og Tinnu eru mega fallegir

img_6423

Stigahandriðið – við ætlum okkur að mála það ….. (þið megið giska!)

img_6464

Undir súð – þetta er inni í svefnherberginu okkar

img_6473

Detail-ar í horninu hjá litla baðinu

Ég er ennþá að klípa mig í kinnina og sjá hvort ég vakni ekki af þessu draumi, því jú þetta er hús drauma minna. Gamalt hús með góða sögu, falleg smáatriði, vel byggt og á frábærum stað.. hvað er hægt að biðja um meira.

En við stefnum á að flytja fyrstu helgina í mars, svo áfram við!

 

HDan

DRESS

ASOSBÚKOLLADRESSINSTAGRAM

Ég klæddi mig aðeins upp í gær og skellti á mig rauðum varalit!

Ég sagði ykkur frá snilldar Búkollukaupum í síðustu færslu og nefndi þar á meðal skópar og pels, það er gaman að geta þess að þessir hlutir voru einmitt partur af dressi gærdagsins.

 
img_5990

img_5989

pels – Búkolla / skyrta – Asos / slaufa – Gina Tricot / buxur – Oroblu Must / skór – Búkolla /

blúndusokkar – Oroblu

img_5980

Annars mæli ég með því að þið kíkið við á Instagram (@hrefnadan) hjá mér – þar er ég með gjafaleik í samstarfi við verlsunina Ozone hérna á Akranesi. Einn heppin vinningshafi verður dregin út í kvöld og fær viðkomandi Adidas Originals skópar að eigin vali hjá Ozone!

HDan

BÚKOLLUKAUP HELGARINNAR

BÚKOLLADRESSNYTJAMARKAÐURTÍSKA

Ég hef sagt ykkur áður frá nytjamarkaðnum Búkollu sem er í miklum metum hjá mér, sjá HÉR.  Á laugardaginn eins og svo marga aðra laugardaga var ég stödd í Búkollu með fangið fullt af góssi þegar Ingibjörg verslunarstjóri kemur fram með 66°Norður anorakk í höndunum. Ég bið hana vinsamlegast að stoppa, þessi flík færi ekki upp á neina slá heldur beint í fangið á mér með hinu góssinu.

Anorakkurinn hefur sennilega lítið sem aldrei verið notaður þar sem hann er eins og nýr, en ekki það að smá saumspretta hefði skipt máli þegar flíkin kostaði mig einungis 750 kr.!! Ég verslaði mér þennan anorakk, vintage peysu, pels og skó fyrir 2.350 kr… jú þið lásuð rétt 2.350 kr, sem er djók verð þar sem skórnir eru ónotaðir ennþá með miðanum á, pelsinn er lítið sem ekkert notaður eða kemur frá ástríðufullum eiganda sem hugsaði mega vel um hann og peysan, jú hún er notuð enda orðin ansi gömul en það sér þó ekki mikið á henni.

 

img_5712

Ég sýndi frá veru minni í Búkollu á Instagram stories og þar komu fyrir allar fíkurnar sem ég keypti, viðbrögðin létu ekki á sér standa og þið voruð ansi margar sem vilduð að ég færi með ykkur ferð í Búkollu og í leiðinni á antíkmarkaðinn sem ég fjallaði um HÉR, sumar ykkar stungu upp á hópferð. Það hljómar nú alls ekki illa.. viðskiptatækifæri jafnvel!

En að öllu gamni slepptu, þá er Búkolla snilld og þar leynist falin fjársjóður inn á milli.

img_5724

img_5703

Anorakkur – Búkolla / húfa – Tiger / buxur – Oroblu Must / skór – Gardenia Copenhagen, Kaupfélagið

Þið finnið mig á Instagram @hrefnadan.. ég er frekar virk þar! Instagram stories er að taka yfir hjá mér, ég sinni Snapchat orðið lítið sem ekkert eftir að ég byrjaði að nota það.. hentar mér bara betur.

 

HDan

HOME INSPO VOL III

HEIMAHEIMILIHÖNNUNHUGMYNDIRINNBLÁSTURPINTEREST

Jæja það styttist aldeilis í flutninga, við fáum húsið afhent í síðasta lagi 1. mars og ég get ekki beðið!

Við ætlum okkur að dúlla aðeins við húsið áður en við flytjum inn. Það er ekkert sem þarf að gera þannig séð, okkur langar bara að gera það meira að okkar með lítilsháttar breytingum. Við ætlum okkur að parketleggja rými á neðri hæðinni, mála allt, filma innréttingar og fleira skemmtilegt. Ég leyfi ykkur ef til vill að fá smá innsýn þegar við hefjumst handa.

Núna sit ég yfir tölvunni alla daga og næ mér í hugmyndir og fyllist innblæstri….

1

Falleg stofa, með nokkrum hlutum af mínum óskalista..

2

Planta í glærum blómavasa er mega fínt.. moldin sést í gegn og plantan öðlast aukin sjarma

3

Korkveggur er brilljant hugmynd.. ég sé fyrir mér að setja upp svona vegg inni hjá Söru. Hún elskar að skapa og taka myndir og þetta væri frábær lausn fyrir hana til að leyfa myndunum að njóta sín. Ein teiknibóla og verkið er komið upp á vegg!

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Vinnuaðstaða og geymslurými fyrir táninginn er í vinnslu.. hún er með ákveðnar hugmyndir

5

Almennilegt kaffihorn fyrir kaffikonuna.. til í það

6

Betra skipulag á hlutunum er á to do listanum.. við eigum heillan helling af svona sniðugum krítarlímiðum, spurning að merkja allar glerkrukkurnar okkar með þeim á þennan hátt

7

Meraki.. ég elska þessar vörur

8

Svört blöndunartæki heilla… við erum að spá hvort við eigum að kaupa ný svört blöndunartæki inn á baðið uppi eða pólýhúða þau sem eru fyrir

9

Ivar skáparnir frá Ikea eru mega fínir.. þar sem stíllinn okkar er frekar svart/hvítur þá kæmi furan vel út á móti. Ég sé þessa skápa fyrir mér inni í svefnherberginu okkar eða inni í stofu

10

11

Fölbleik rúmföt heilla

12

Það lítur út fyrir að við þurfum að losa okkur við rúmgaflinn okkar þar sem herbergið okkar er undir súð.. sem er bömmer! En ég nefndi það við Palla að ef við þyrftum þess þá væri ég til í að taka fæturnar undan rúminu og lækka það niður. Mér finnst það mega sjarmerandi, það yrði þó ekki bara dýnan eins og hérna að ofan, grindin yrði undir líka

14

Docksta borðið frá Ikea verður eldhúsborðið okkar

Jæja, það þýðir víst ekki bara að liggja yfir svona fallegum myndum og láta sig dreyma, það þarf víst að pakka búslóðinni niður þegar maður er að flytja..ekki það skemmtilegasta en nauðsynlegt engu að síður!

Einn, tveir og pakka..

HDan

 

ANTÍKMARKAÐSKAUP

ANTÍKMARKAÐURHEIMAINSTAGRAM

Hérna á Akranesi er antíkmarkaður sem ég heimsæki mjög reglulega og hef leyft þeim sem fylgja mér á Instagram (@hrefnadan) og Snapchat að fá smá innsýn inn í. Á markaðnum hef ég fundið allskonar fallega muni sem skreyta nú heimilið okkar.

Ég hef meðal annars keypt ljós, mæðradagsplatta, marmara kertastjaka, tekkbakka, stól, bolla úr Mávastellinu og í gær keypti ég mér ó svo fallega könnu frá Royal Copenhagen.

Ég mæli eindregið með því að kíkja við á markaðnum, hann er staðsettur á Heiðarbraut 33 og er opin laugardaga og sunnudaga frá kl 13-17. Þið verðið sko ekki svikin af ferð þangað!

img_5416

Ég passaði könnuna eins og gull þegar ég bar hana út í bíl, enda ekki hlaupið að því að fá annan svona grip ef þessi brotnar og kannski líka af því ég er heimsins mesta brussa…..

img_5421

Mávastells bollarnir og Royal Copenhagen kannan – antík í bland við nýtt á hillunni í eldhúsinu, mánaðarbollarnir eru frá ömmu Lóu

photo-08-10-2016-13-00-01-1

Fullt af fallegu góssi og eitt hornið er tileinkað bolla- og matarstellum

2

Stóllinn sem ég fann á markaðnum

Ég er ótrúlega hrifin af nýju í bland við gamalt og því leiðist mér lítið að versla á mörkuðum, það má líka finna svo miklar gersemar þarna inn á milli. Þið megið endilega tipsa mig með skemmtilegum mörkuðum sem þið heimsækið, bæði antík- og nytjamarkaðir.

Sjón er sögu ríkari!

HDan

HELGIN

DRESSHELGININSTAGRAMPERSÓNULEGT

Kaffibolli og dýrindis þreföld lakkríssprengja (bóndadagskaka Kára bróðir), tvöföld afmælisveisla, fótbolti, partý, þorrablót, bröns, göngutúr, kaffiboð, samvera og almenn kósýheit – jú þetta er ágætis útdráttur á helginni minni!

img_5141

Kári bróðir er einstaklega vel giftur maður og Maríanna konan hans er sannkallaður kökusnillingur – hér að ofan höfum við bóndadagskökuna hans Kára, þreföld lakkríssprengja. Kakan var ekki bara falleg, því hún bragðaðist líka mega vel

img_5146

Uppáhalds buxur

img_5163

peysa – H&M / skyrta – Zara / buxur – Asos / skór – Kaupfélagið

img_5177

“Bolurinn” (sem ég fékk ansi margar fyrirspurnir um) er kjóll sem ég fann á útsöluslá í versluninni Ozone hérna á Akranesi. Ég tók mér skæri í hönd, klippti kjólinn og bjó mér til bol.

img_5209

Hjónin tilbúin á þorrablót Skagamanna

img_5204

Þessi er í uppáhaldi, yndið hún Dúna

img_5223

Sunnudagsbrönsinn var á sínum stað.. bakarísmöns að þessu sinni

img_5231

Spenntust þessi tvö

img_5235

Fyrsta uppstillingin af mörgum fyrir fram þetta hús!

img_5236

#fyrirbirnu

Ágætis helgi sem leið alltof hratt, eins og flestar helgar!

Þið finnið mig á Instagram @hrefnadan

HDan