fbpx

HEIÐARBRAUT – FYRIR & EFTIR

HEIMAHEIMILIPERSÓNULEGT

Jæja ég held það sé alveg komin tími á fyrir og eftir blogg af nýja húsinu okkar sem ég hef jú gefið ykkur smá innsýn í hérna á blogginu.

Við fluttum inn laugardaginn 11. mars og erum búin að koma okkur mjög vel fyrir, hérna líður okkur öllum rosalega vel og mér finnst eiginlega pínulítið eins og ég hafi alltaf búið hérna. Það eru nokkur smáatriði ókláruð en það er líka bara gott mál, maður þarf ekki að gera allt í einu. Okkur langar líka að finna okkur aðeins betur í húsinu áður en við hengjum upp allar myndir, platta og annað slíkt.

Viðbrögðin við þessum framkvæmdum okkar voru hreint út sagt frábær, mjög margir fylgdust með “í beinni” á snapchat og ansi margir ráku reglulega inn nefið og fylgdust með. Ég var líka mjög dugleg og er reyndar enn að setja inn myndir af heimilinu okkar á Instagram.. @hrefnadan .

 

Baðherbergið fyrir & eftir

Inni á baðherbergi tókum við innréttinguna, spegilinn og ljósin sem fyrir voru niður. Við settum inn skáp sem ég fann í Ikea sem er ekki ætlaður inn á baðherbergi, mér fannst hann bara smellpassa inn í hugmyndina að hönnuninni á rýminu. Palli og vinnufélagi hans söguðu svo skápinn til svo hægt væri að setja handlaugina ofan á hann og koma fyrir lögnunum. Dúkurinn var málaður svartur sem og framan á baðkarið og veggurinn þar fyrir ofan. Það kom aldrei neitt annað til greina en að setja hringspegil þarna inn og við völdum þennan frá Ikea, veggljósið er frá Brauhaus.

img_6233
img_7508

 

Eldhúsið fyrir & eftir

Í eldhúsinu fórum við í mestar breytingar, þar brutum við niður skápa, tókum út eldavélina, viftuna og vaskinn. Við brutum niður flísarnar á milli, tókum borðplötuna og skrúfuðum höldurnar af öllum skápum. Því næst tókum við allar skápahurðarnar af og filmuðum framhliðina á þeim ( eða réttara sagt filmaði meistarinn Eyþór Óli fyrir okkur), máluðum svo kantana og bakhliðarnar með svartri akrýlmálningu. Sett var ný borðplata og keypt inn ný tæki, nýr vaskur og blöndunartæki. Höldurnar keyptum við í Ikea og ég spreyjaði þær mattar svartar með Montana spreyji. Punktinn yfir i-ið setur svo veggljósið sem við settum upp sem vinnulýsingu.

img_7369

img_7390

img_7367

img_7364

 

Stofan fyrir & eftir

Í stofunni skrúfuðum við niður allar gardínustangir, máluðum sólbekkina hvíta og gluggana. Veggina í stofunni og borðstofunni máluðum við með litnum Nóvember frá Slippfélaginu. Við settum líka rósettur í loftinu í þessum rýmum. Við parketlögðum nýtt parket yfir það sem fyrir var.

Með því að mála veggina í dökkum lit drógum við fram fallegu smáatriðin sem skrautlistarnir eru.

img_7370

img_7296

 

Forstofan fyrir & eftir

Í forstofunni lögðum við parket yfir flísarnar, eins og við gerðum líka í eldhúsinu, stofunni og borðstofunni. Parketið sem við völdum okkur heitir Colorado Oak og við fengum það hjá Byko. Við máluðum alla veggi (að undanskildum stofunnni og borðstofunni) í húsinu með litnum Rut Kára frá Slippfélaginu og loftin máluðum við með Arkitektarhvítum einnig frá Slippfélaginu.

img_7371

img_7366

 

Svefnherbergið okkar fyrir & eftir

Í svefnherberginu máluðum við veggi og loft og settum rósettu í loftið

img_6464

img_7272

 

Borðstofan fyrir & eftir

Í borðstofunni tókum við niður gardínustöngina og máluðum veggina með litnum Nóvember eins og ég talaði um áður og parketlögðum. Einnig settum við rósettu í loftið þar.

img_6284

img_7404

img_7808

 

Framkvæmdirnar gengu ótrúlega vel og eins og ég hef talað um á öðrum miðlum þá er Palli hetjan mín, hann var algjörlega vakinn og sofinn yfir þessu verkefni okkar og stóð sig alveg hreint frábærlega. Árangurinn lætur ekki á sér standa og útkoman er draumi líkust, við erum í sæluvímu með þetta allt saman og okkur líður öllum ótrúlega vel hérna.

Við fengum líka heilmikla hjálp frá frábæru fólki og erum þeim sem ótrúlega þakklát, við eigum sko aldeilis góða og yndislega fagmenn að. Allir voru tilbúnir að leggja sitt af mörkum sem við leituðum til og það er svo magnað!!

Við versluðum alla okkar málningu og allt sem málningarvinnunni tengdist í Bresabúð hérna á Akranesi og það sem þeir nenntu að elta vitleysuna í mér. Ég er jú ekki auðveldur kúnni alltaf hreint og vildi stundum fara aðeins flóknari leiðir og gera eitthvað sem kannski ekki allir vilja gera. En alltaf gerðu þeir allt og betur en það.. ég mæli 100 % með þeim öllum félögum í Bresabúð!

– Ef það er eitthvað fleira sem þið viljið vita um framkvæmdirnar, einhverjar spurningar sem kvikna hjá ykkur þá endilega sendið á mig. Ég reyni eftir fremsta megni að svara.

 

HDan

MY NEW HOME - PART II

Skrifa Innlegg

39 Skilaboð

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx

 1. Perla

  21. March 2017

  Rosalega fínt og vel valdir litir. Ég missti af baðherbergisframkvæmdum á snapchat, má ég spyrja hvaða málningu þið notuðuð á gólfdúkinn?

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx
   Við notuðum grunninn Kópal Magni frá Málningu og svarta akrýl málningu frá Slippfélaginu með glansstigi 7!

 2. Ellen

  21. March 2017

  Hvaðan er mottan í stofunni?

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Hún er frá Søstrene Grene!

 3. Fjóla Finnbogabogadóttir

  21. March 2017

  Dásamlega fallegt <3

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx

 4. Kolbrún Ýr

  21. March 2017

  Svo flott hjá ykkur og gaman að sjá fyrir & eftir myndirnar.

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Takk kærlega elsku yndi xx

 5. Íris

  21. March 2017

  Mjög flott allt saman. Hvaðan er eldhúsborðið?

  • Hrefna Dan

   21. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx
   Eldhúsborðið er frá Ikea!

 6. Ragnhildur

  22. March 2017

  Hæ!
  Gaman að sjá hvernig þið hafið nytt mikið af því sem var og betrumbætt án þess að kaupa allt nýtt.
  Hvaðan er stál “neta”-stóllinn sem stendur við borðstofuborðið? (Fremst á síðustu myndinni)

  • Hrefna Dan

   22. March 2017

   Já takk fyrir það xx
   Það kom aldrei neitt annað til greina en að halda í það sem heilt var og hægt að nýta, miklu skemmtilegra og um leið fylgir því svo mikil sál :)

   Stólinn fann ég á Antíkmarkaði sem er hérna á Akranesi, ég mæli með því að þú kíkir við þar. Markaðurinn er opin um helgar, lau & sun frá kl 13:00 – 17:00 og er staðsettur á Heiðarbraut 33.

 7. Solla

  22. March 2017

  Má ég spyrja hvaðan spegillinn inn í stofu er

  • Hrefna Dan

   22. March 2017

   Já hann er frá Ikea!

 8. Rut R.

  22. March 2017

  Saknaru þess ekkert að hafa viftu yfir eldavélinni? ..sjálf kveiki ég nánast aldrei á minni risastóru og hún safnar bara ryki.

  • Hrefna Dan

   22. March 2017

   Nei veistu!
   Mér hafa aldrei þótt viftur og háfar gera mikið gagn. Ég var með háf á Smáraflötinni og kveikti á honum ca. fjórum sinnum á ári. Við ákváðum um leið og framkvæmdir hófust að taka út viftuna og fá okkur ekki neitt í staðinn. Við opnum gluggann ef brælan er mikil og það dugar! :)

   Fyrir utan að þessar græjur gleðja augun mjög lítið!!

 9. Anna

  23. March 2017

  Þetta er ekkert smá flott og vel heppnað hjá ykkur :)
  Mætti ég spurja hvernig borðplata þetta er sem þið eruð með í eldhúsinu?

  • Hrefna Dan

   23. March 2017

   Þakka þér fyrir kærlega xx

   Borðplatan er frá Ikea og heitir SÄLJAN :)

 10. Hrönn

  23. March 2017

  Vá þetta er rosalega flott hjá ykkur! Hvaðan er hvíti skápurinn sem er í stofunni?

  • Hrefna Dan

   23. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx

   Þessi skápur var keyptur í Ikea fyrir nokkrum árum og er því miður ekki til hjá þeim lengur!

 11. Karen

  23. March 2017

  Mjög flott!

  Má ég nokkuð spyrja hvar þú fékkst vírgrindina í eldhúsinu?

  • Hrefna Dan

   23. March 2017

   Takk kærlega xx

   Maðurinn minn fékk járnamottuna í vinnunni hjá sér, hann er trésmiður. Hann klippti hana svo til eftir málum frá mér og málaði hana svarta!

   Svona mottur fást í Bauhaus og Húsasmiðjunni og þau klippa hana til eftir málum held ég.

 12. Thelma

  24. March 2017

  Mjög flott hjá ykkur. Mætti ég spyrja hvar þú fékkst blómapottinn svarta stóra á gólfinu?

  • Hrefna Dan

   24. March 2017

   Takk fyrir xx

   Ég fékk þennan blómapott í Grósku garðvöruverslun hérna á Akranesi! :)

 13. Heiðrún Rós

  28. March 2017

  Til hamingju með nýja gullfallega heimilið ykkar. Svo ótrúlega vel heppnað og kósý hjá ykkur! En mætti ég nokkuð forvitnast og spurja þig hvaðan grófa teppið í sófanum kemur ?

  • Hrefna Dan

   29. March 2017

   Takk fyrir kærlega xx

   Teppið pantaði ég á kreo.is

 14. Erla

  3. April 2017

  Til hamingju með vel heppnaðar breytingar og gullfallegt heimili! Hvaðan er þetta geggjaða loftljós í stofunni? ☺

  • Hrefna Dan

   4. April 2017

   Þakka þér kærlega xx

   Þetta ljós er keypt í Lumex og er frá Tom Dixon!

 15. Arna

  28. June 2017

  Sæl og til hamingju með þessar virkilega vel heppnuðu framkvæmdir.
  Hillurnar fyrir ofan eldavélina hjá þér, hvar fékkstu þær?
  Ég man þú talaðir um þær á einhverjum samfélagsmiðli en get ómögulega munað hvað þú sagðir og er svo forvitin að vita hvar þú fékkst þær.

  • Hrefna Dan

   6. July 2017

   Takk fyrir kærlega og afsakaðu innilega sein svör x

   Hillurnar eru frá IKEA!

 16. sigga

  30. June 2017

  Hæ flott hjá ykkur. viđ erum ađ forvitnast um hvernig plast filmur voru notađar á skápana?

  • Hrefna Dan

   6. July 2017

   Takk fyrir kærlega og afsakaðu innilega sein svör xx

   Þetta er filmur sem við keyptum í Bauhaus, það er smá viðaráferð á þeim sem gerir þær enn meira sjarmerandi.

 17. Guðrún Lilja

  5. September 2017

  Mikið er fallegt heima hjá ykkur!

  Mætti ég spyrja hvar þið keyptuð rósetturnar? Ég er að leita mér að einni slíkri :)

  Bestu kveðjur

  • Hrefna Dan

   8. September 2017

   Þakka þér kærlega xx

   Rósetturnar eru keyptar í Bauhaus!

 18. Ásrún

  10. September 2017

  Gaman að fylgjast með og sjá breytingarnar! :D

  má ég spurja hvaðan fóturinn á borðstofunni er?

  • Ásrún

   10. September 2017

   Borðstofuborðinu átti þetta að vera :)

  • Hrefna Dan

   15. September 2017

   Hann var keyptur í Pennanum fyrir nokkrum árum!