fbpx

BÚKOLLUKAUP HELGARINNAR

BÚKOLLADRESSNYTJAMARKAÐURTÍSKA

Ég hef sagt ykkur áður frá nytjamarkaðnum Búkollu sem er í miklum metum hjá mér, sjá HÉR.  Á laugardaginn eins og svo marga aðra laugardaga var ég stödd í Búkollu með fangið fullt af góssi þegar Ingibjörg verslunarstjóri kemur fram með 66°Norður anorakk í höndunum. Ég bið hana vinsamlegast að stoppa, þessi flík færi ekki upp á neina slá heldur beint í fangið á mér með hinu góssinu.

Anorakkurinn hefur sennilega lítið sem aldrei verið notaður þar sem hann er eins og nýr, en ekki það að smá saumspretta hefði skipt máli þegar flíkin kostaði mig einungis 750 kr.!! Ég verslaði mér þennan anorakk, vintage peysu, pels og skó fyrir 2.350 kr… jú þið lásuð rétt 2.350 kr, sem er djók verð þar sem skórnir eru ónotaðir ennþá með miðanum á, pelsinn er lítið sem ekkert notaður eða kemur frá ástríðufullum eiganda sem hugsaði mega vel um hann og peysan, jú hún er notuð enda orðin ansi gömul en það sér þó ekki mikið á henni.

 

img_5712

Ég sýndi frá veru minni í Búkollu á Instagram stories og þar komu fyrir allar fíkurnar sem ég keypti, viðbrögðin létu ekki á sér standa og þið voruð ansi margar sem vilduð að ég færi með ykkur ferð í Búkollu og í leiðinni á antíkmarkaðinn sem ég fjallaði um HÉR, sumar ykkar stungu upp á hópferð. Það hljómar nú alls ekki illa.. viðskiptatækifæri jafnvel!

En að öllu gamni slepptu, þá er Búkolla snilld og þar leynist falin fjársjóður inn á milli.

img_5724

img_5703

Anorakkur – Búkolla / húfa – Tiger / buxur – Oroblu Must / skór – Gardenia Copenhagen, Kaupfélagið

Þið finnið mig á Instagram @hrefnadan.. ég er frekar virk þar! Instagram stories er að taka yfir hjá mér, ég sinni Snapchat orðið lítið sem ekkert eftir að ég byrjaði að nota það.. hentar mér bara betur.

 

HDan

HOME INSPO VOL III

Skrifa Innlegg