fbpx

LÍFIÐ Í MILANO

LÍFIÐMILANO

Ég vil byrja á því að afsaka skort á færslum frá mér en seinustu daga hef ég verið mjög upptekin. Ég hef loksins búið mér til góða rútínu og er nú þegar byrjuð að undirbúa lokaskil fyrir þessa önn í skólanum. Ég er að koma heim til Íslands eftir rúmar tvær vikur og finnst mér því mikilvægt að vinna mig upp til þess að geta verið róleg heima og notið þess að vera á klakanum góða.

En mig langar að deila með ykkur viðtali á MBL sem þau tóku við mig á dögunum fyrir ferðalaga dálkinn þeirra. Þar fjallaði ég um Milano, líf mitt og Emmu í borginni, mælti með veitingastöðum og öðrum stöðum sem er ómissandi að sjá.

Hægt er að lesa greinina hér.
Ég hef áður fjallað um mína uppáhalds veitingastaði í Milano hér á Trendnet en hægt er að lesa þá færslu hér

Mig langar svo að forvitnast og sjá hvort að það sé áhugi fyrir svipuðum færslum hér á Trendnet, t.d. segja frá leyndum perlum í Milano, mínum uppáhalds búðum, kaffihúsum, hvað er hægt að gera hér í kring o.s.frv. Endilega skiljið eftir athugasemd hér fyrir neðan eða gerið ‘like’ ef þið hafið áhuga á færslum frá mér í þeim dúr.

Hlakka til að heyra frá ykkur,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

LEÐURBUXUR Í VETUR

Skrifa Innlegg

Skilaboð 1

  1. Hildur Sif Hauksdottir

    30. October 2019

    Please do!!