fbpx

LEÐURBUXUR Í VETUR

TÍSKA

Hvað er ég að sjá útum allt, á samfélagsmiðlum, í blöðum og á götum Milano? .. leðurbuxur !
Mér finnst leðurbuxur og vetur passa ótrúlega vel saman, sérstaklega ef þær eru vel fóðraðar. Þær passa við allt hvort sem það er við hlýja peysu, silki skyrtu eða stuttermabol – og við hvaða tilefni sem er, sem þýðir MIKIÐ notagildi.
Við elskum það ekki satt?

Hér koma nokkrar myndir frá tískuvikunni fyrir Fall/Winter ’19, sem gaf svo sannarlega til kynna að við ættum von á leðurbuxum-

Myndir frá Vogue

Þær koma í öllum gerðum, síðar, stuttar, þröngar og víðar – það ættu allir að finna par sér við hæfi!
Hér eru nokkrar hugmyndir á aðeins viðráðanlegra verði,


Þessar eru á mínum óskalista, faux leðurbuxur frá Stellu McCartney.

Sjálf átti ég góðar leðurbuxur sem ég keypti í Galleri 17 fyrir ábyggilega góðum 6 árum, þær komu með mér til London og núna til Milano. Því miður gáfu þær sig í seinustu viku og fór ég því í neyðarverslunarleiðangur í Zöru.
Hér eru þær sem komu með mér heim,

Veður fyrir leður ;)

Þangað til næst,
Anna Bergmann
Instagram: annasbergmann

BACK TO SCHOOL OUTFIT

Skrifa Innlegg

2 Skilaboð

 1. AndreA

  23. October 2019

  Elska leðurbuxur og er að fíla hvað það eru mörg ný og spennandi snið <3

  • Anna Bergmann

   23. October 2019

   Svo sammála !