fbpx

MÍNIR UPPÁHALDS VEITINGASTAÐIR Í MILAN

ANNA MÆLIR MEÐItalyLífiðMILANO

Ég er oft beðin um meðmæli af góðum veitingastöðum hér í Milan og finnst mér því tilvalið að deila listanum hér.
Ég er mjög vanaföst og ef mér líkar við eitthvern stað þá mun ég fara á hann oftar en einu sinni. Því eru allir þessir staðir hér fyrir neðan veitingastaðir sem ég hef snætt oft á.

Canteen
Besti mexíkóski staður sem ég hef farið á. Hann er staðsettur í Porta Vittoria sem mér finnst vera mjög skemmtilegt og rólegt hverfi hér í Milan. Hverfið er stútfullt af æðislegum veitingastöðum og kaffihúsum. En að Canteen, staðurinn matreiðir ekki einungis ljúfengan mat heldur er stemningin  líka frábær. Fullkominn staður fyrir stóra hópa, skemmtileg tilefni og fjölskyldur.
Mínir uppáhalds réttir: Tostada de salmon, Ceviche tropical, Tacos tartare de atúnIl Salumaio Di Montenapoleone
Frábær ítalskur veitingastaður í hjarta borgarinnar. Hann er í dýrari kantinum en algjörlega þess virði. Umhverfið er algjört augnkonfekt og maturinn ekki verri. Það er mikill elegance yfir staðnum en hann er staðsettur í einu fallegasta húsnæði sem ég hef farið í.
Mínir uppáhalds réttir: Insalata nizzarda, Tartare di salmonSTK
Frábært steikhús staðsett á æðislegu hóteli hér í Milan. Ég hef tekið gesti með mér á þennan stað og það hefur enginn gengið ósáttur út. ‘Besta steik sem ég hef smakkað’ er m.a. hrós sem ég hef heyrt um STK.
Þar sem að ég borða ekki kjöt þá hef ég bæði smakkað grænmetisborgarann og quinoa sítrónu risotto, algjört namm!
Svo mæli ég með að kíkja á rooftop barinn sem er á hótelinu en hann heitir Radio, fullkominn fyrir fordrykk eða jafnvel eftir mat.La Parrilla
Annar mexíkóskur staður sem ég dýrka og dái. Það sem skilur La Parrilla og Canteen frá hvor öðrum er að La Parilla er ekki jafn dýr og það er í rauninni allt öðruvísi stemning á stöðunum. La Parrilla er frekar hávær og með salsa dönsurum. Frábær stemning og fullkomin staður fyrir afmæli eða stóra hópa. Ég tók meirað segja ömmu mína og afa þangað og þau elskuðu staðinn, þrátt fyrir hávaðan. Maturinn er ljúfengur, allt sem ég hef smakkað hefur fengið tíu í einkunn!
Mínir uppáhalds réttir: Filetes de pescado, Tacos de atún, Fajitas de legumbres y gambasTemakinho
Ég er mikill sushi aðdáandi og þessi staður fær 1. sæti. Temakinho er japanskur staður með brasilísku ívafi og maturinn gjörsamlega leikur með bragðlaukana. Staðurinn er á nokkrum stöðum í Milan en minn ‘go-to’ er staðsettur í mínu uppáhalds hverfi, Brera.
Mínir uppáhalds réttir: Verde shisho roll, Mandioquinha frita


One Way
Uppáhalds staður okkur fjölskyldunnar. Við höfum farið á One Way ófáum sinnum og erum farin að þekkja fjölskylduna sem á hann ansi vel. Þau eru frá Egyptalandi og matreiða dásamlegan ítalskan mat. Að mínu mati eru bestu pizzurnar þarna, þunnbotna og léttar í magan, ekki þungar eins og svo margar pizzur geta verið. Það sem heillar mig mest við þennan stað er í fyrsta lagi staðsetningin, hann er í tveggja mínútna göngu frá íbúðinni minni sem er hjá Porta Venezia. Þar er allt fullt af frábærum veitingastöðum, kaffihúsum, börum og í rauninni allt sem er óskað eftir. Svo finnst mér ansi sjarmerandi að þessi veitingastaður er rekin af lítilli fjölskyldu, pabbinn er aðalþjónninn og knúsar mig og kyssir þegar ég kem til hans. Staðurinn er lítill og minnir mann helst á stofu hjá ítalskri fjölskyldu, róleg tónlist og borð með köflóttum dúkum – yndislegt andrúmsloft sem ekki hægt er að toppa.
Mín uppáhalds er: Pizza marinara (einungis með sósu, hvítlauk og origano)

Ég fann því miður engar góðar myndir af staðnum sjálfum svo að þessi mynd af pizzu frá One Way verður að duga

Da Regina
Og að lokum, Da Regina! Hann er staðsettur við Duomo og Galleria Vittorio Emanuele II og býður uppá æðislegan ítalskan mat. Góður matur og frábær staðsetning, fleira þarf ekki að biðja um.
Mínir uppáhalds réttir: Penna all’arrabbiata, MinestroneÉg vona að þessi meðmæli nýtist eitthverjum!
Ekki hika við að senda á mig línu varðandi borgina ef þú / þið eruð að koma til Milan eða eruð að skipuleggja ferð, ég er alltaf opin fyrir að svara spurningum og deila meðmælum um veitingastaði, staðsetningar ofl.

Þangað til næst,
Anna Bergmann x
Instagram: annasbergmann

NEW IN // TASKA ÚR VEGAN LEÐRI OG ENDURUNNUM PLASTFLÖSKUM

Skrifa Innlegg