fbpx

NÝ VARA : SERUM FRÁ CHITOCARE BEAUTY

HÚÐUMHIRÐANÝTTSAMSTARF
Þessi færsla er unnin í samstarfi við ChitoCare beauty

Eins og þið sem fylgið mér vitið þá er ég mikill aðdáandi ChitoCare beauty varanna og hef verið að nota vörur frá þeim daglega í rúmt ár. Ég er mikil talskona andlitskremsins og nota ég það á hverjum degi, meira um það hér.

Ég er búin að vera svo spennt að deila nýju vörunni frá ChitoCare beauty með ykkur en um er að ræða Anti-Aging Repair Serum (!!). Rakabomba sem skilur húðina eftir ljómandi og með dásamlega fyllingu sem við þráum öll. Serum-ið inniheldur m.a. hyaluronic sýru sem bindir raka í húðinni en það hjálpar til við að gera húðina mjúka, slétta og ljómandi.

Allar vörurnar frá ChitoCare innihalda kítósan. Það er algjört undraefni úr hafinu sem ver húðina ásamt því að draga úr roða og pirring. Kítósan viðheldur raka í húðinni, gefur henni mjúka áferð, hefur bakteríudrepandi áhrif og ver húðina einstaklega vel. Ég veit að margir hafa prófað vörur úr græðandi vörulínunni frá þeim og það er alveg augljóst að um er að ræða undravörur. Ég hef notað þær á sár, ör og bit, og árangurinn er tvímælalaust magnaður. Ég var því mjög spennt þegar mér var tilkynnt að ChitoCare beauty væri að fara að kynna serum til leiks. Ég fékk vöruna í hendurnar fyrir ekki svo löngu svo að ég er enn að koma serum-inu inn í rútínuna mína. Það er hægt að nota það bæði kvölds og morgna en þegar verið er að kynna húðina fyrir nýrri vöru þá mæli ég með að gera það í nokkrum skrefum. Ég ákvað að byrja að nota serum-ið bara einu sinni á dag og nota það því í kvöldrútínunni áður en ég set á mig rakakrem.

Ég má til með að deila með ykkur að Anti-Aging Repair Serum-ið var tilnefnt til Pure Beauty Global Awards! Ég hlakka því mikið til að fylgjast með húðinni minni og hvað serum-ið frá ChitoCare beauty gerir fyrir hana. Ég mæli með að þið skoðið vöruna betur hér.

Þangað til næst,
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

HÆLARNIR TEKNIR FRAM

Skrifa Innlegg