fbpx

RAKAKREMIÐ MITT FÆR GULLVERÐLAUN // GJAFALEIKUR

ANNA MÆLIR MEÐGJAFALEIKURHÚÐUMHIRÐASAMSTARF
Þessi færsla er skrifuð í samstarfi við ChitoCare. 

Ég má til með að deila með ykkur stórtíðindum, rakakremið sem ég nota daglega frá ChitoCare var að vinna gullverðlaun á Global Makeup Awards. Þetta er ótrúlegur sigur fyrir íslenskt fyrirtæki og er ég ótrúlega stolt að vera að vinna með svona flottu fyrirtæki.

Tekið af Golden Makeup Awards vefsíðunni

Þessar fréttir koma mér að vísu ekki á óvart þar sem að rakakremið frá ChitoCare er hreint út sagt dásamlegt. Það inniheldur kítósan sem myndar filmu á húðina sem ver hana. Kremið inniheldur einnig SPF 15 sólarvörn sem er einn mikilvægasti þátturinn að mínu mati. Rakakremið frá ChitoCare er góður rakagjafi, eykur teygjanleika húðarinnar og sléttir yfirborð hennar. Það inniheldur einnig nauðsynleg andoxunarefni sem verndar húðina gegn skaðlegum geislum og öðrum umhverfisþáttum. Ég hef verið að nota kremið daglega frá því í mars og ég finn og sé mikinn mun á húðinni. Hún er sléttari og ljómar mun meira. Rakakremið frá ChitoCare hentar öllum húðtýpum, einnig fyrir þá sem eru með exem og/eða viðkvæma húð.

Ég hef áður fjallað um vörurnar frá ChitoCare og þá frábæru eiginlega sem einkenna vörurnar en ég nota þær á hverjum degi. Þið getið lesið færsluna mína um vörurnar frá ChitoCare hér.

Að gefnu tilefni langar mig að deila með ykkur gjafaleik í samstarfi með ChitoCare. Ég ætla að gefa fylgjanda á Instagram + vin/vinkonu veglegan vinning frá ChitoCare. Um er að ræða ferðasett frá ChitoCare sem inniheldur rakakrem, líkamsskrúbb, handáburð og líkamskrem. Allar vörurnar innihalda kítósan sem er græðandi og öflugur andoxunar- og rakagjafi. Ferðasettið kemur í fallegri tösku sem passar fullkomnlega í ferðatöskuna. Ætlum við annars ekki öll að ferðast um Íslandið okkar í sumar? ;)

Þið getið tekið þátt í leiknum á Instagram síðunni minni hér eða með því að smella á myndina hér fyrir neðan.

Takk fyrir að lesa!
Anna Bergmann
IG:@annasbergmann

NÁMIÐ MITT VIÐ ISTITUTO MARANGONI Í MILANO

Skrifa Innlegg